Kynntust í Listaháskólanum og fóru fljótlega að semja eftir það

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Tónlistarkonurnar Ragnhildur Veigarsdóttir og Ása Bjartmarz skipa dúóið Rox & Owza. Stelpurnar voru að senda frá sér sína fyrstu EP plötu sem ber heitið Desperate.

Ragnhildur/Rox er ættuð úr Keflavík en fluttist til Bandaríkjanna sem barn og bjó þar til 18 ára aldurs. Hún flutti aftur heim til Íslands til að stunda nám í djasspíanó og djasssöng í FÍH ásamt því að vera á málabraut í MH. Haustið 2015 byrjaði hún í Listaháskólanum og útskrifaðist þaðan með gráðu í skapandi tónlistarmiðlun.

Ása/Owza fæddist í Reykjavík en ólst upp í Svíþjóð og flutti þaðan til London þegar hún var 18 ára til að læra Popular Music Performance hjá BIMM (Brittish and Irish Modern Music Institute). Árið 2015 ákvað hún að flytja heim til Íslands til að stunda nám í LHÍ þar sem síðasta árið hennar var tekið sem skiptinemi í Staffordshire University í Englandi. Ása útskrifaðist árið 2018 með BA-gráðu í skapandi tónlistarmiðlun og er nú í Svíþjóð að semja og pródusera tónlist.

Ragnhildur og Ása kynntumst í Listaháskólanum haustið 2015 og byrjuðu fljótlega að semja eftir það. „Við ákváðum að taka þátt í Músiktilraunum vorið 2016 og sum lögin á plötunni urðu til fyrir keppnina. Eftir keppnina var okkur ljóst að við þyrftum að halda áfram að semja.“

Eftir Músíktilraunir ákváðu stelpurnar að taka sér smá tíma til að finna sitt „sound“ og þróa lögin sem þær voru komnar með ásamt því að semja fleiri í þeim stíl sem er draumkennd elektrónísk tónlist með blöndu af popp og house fíling.

Sumarið 2017 fengu Ragnhildur og Ása að starfa sem Listhópur Hins Hússins þar sem þær sömdum nýja tónlist og spiluðu útum alla Reykjavíkurborg í átta vikur. „Sama haust fengum við að spila á Iceland Airwaves (undir nafninu PASHN) og höfum eiginlega verið að fullvinna plötuna síðan þá. Þannig það mætti segja að platan sé búin að vera í vinnslu í rúmt ár.“

Rox & Owza verða með tónleika til að fagna útgáfunni á Húrra, miðvikudaginn 13. mars.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira