- Auglýsing -
Fram kemur í nýjum tölum og samantekt frá Reykjavíkurborg að kynsegin einstaklingum í borginni fjölgaði um 75 prósent í fyrra.
Samantektin var unnin er af Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar, en í henni kemur fram að frá fyrsta ársfjórðungi ársins 2022 til hins síðasta fjölgaði skráðum kynsegin einstaklingum í Reykjavík um þrjátíu talsins.
Voru kynsegin einstaklingar skráðir til heimilis í höfuðborginni fjörutíu í byrjun árs 2022; orðnir fimmtíu talsins á öðrum ársfjórðungi; sextíu á þeim þriðja og síðan sjötíu á fjórða ársfjórðungi.
Má lesa meira um málið hér.