Fimmtudagur 25. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Læknarnir Björn og Magnús telja auglýsingu Ómars vafasama – Ætlaði ekki að rukka en fékk 750 þúsund

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bæði Magnús Karl Magnússon, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands, og Björn Geir Leifsson, yfirlæknir hjá embætti Landlæknis, telja auglýsingu Ómars Valdimarssonar lögmanns fara yfir strikið. Ómar er einn lögmanna vistmanna á sóttkvíarhótelinu sem fékk 750 þúsund krónur fyrir helgarvinnu. Hann auglýsti sérstaklega á Facebook þar sem hann bauð vistmönnum að reyna á „lagaheimild á þvingaðari sóttkví í gúlagi stjórnvalda“.

Sú auglýsing var birt 1. apríl en þar sagðist hann bjóðast til að reka málið fyrir viðkomandi án þess að rukka hana/hann um krónu. Það var rétt að því marki að ríkissjóður borgaði honum. Á Facebook segir Magnús Karl læknir að það sé álíka ómálefnalegt að kalla hótelsóttkví gúlag og að gera lítið úr kvörtunum fólks sem þar var vistað.

Óli nokkur bendir honum á auglýsingu Ómars í athugasemd og birtir skjáskot af færslunni. Þessu svarar Björn Geir sem virðist varla trúa því að Ómar hefði auglýst svo. „Er þetta raunveruleg auglýsing frá lögmannsstofunni, eða tilbúið lélegt grín?,“ spyr Björn en bætir svo við eftir að hann fann færsluna sjálfur að þetta hljóti að vera brot á siðareglum lögmanna. Hann vísar í 9. grein og 42. grein siðareglna og bætir við: „Ég er í vandræðum með að sjá hvernig þessi auglýsing gerir lögmanninum kleyft að uppfylla skyldur sínar í samræmi við siðareglur eigin stéttar.“

Magnús Karl tekur undir og skrifar: „Þekki ekki venjur lögmanna í samskiptum við hugsanlega skjólstæðinga. Þetta hljómar þó örlítið vafasamt hjá þessum lögfræðingum.“ Því svarar Björn Geir: „Ég mundi ekki nota smækkunina „örlítið“, en það er bara ég, ef mig skyldi kalla“.

Ef einhver vill láta reyna lagaheimild á þvingaðari sóttkví í gúlagi stjórnvalda, við komuna til landsins, býðst lögmannsstofan til þess að reka málið fyrir viðkomandi án þess að rukka hana/hann um krónu.

Posted by Lögmannsstofan Valdimarsson on Thursday, April 1, 2021

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -