Fimmtudagur 11. ágúst, 2022
10.8 C
Reykjavik

Landréttur taldi fatlaðan mann ekki trúverðugan og sýknaði stjúpföður hans – Kæra send til Evrópu

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Fatlaður maður sem kærði stjúpföður sinn vegna kynferðisbrota þegar hann var barn hyggst nú kæra sýknudóm Landsréttar til Mannréttindadómstóls Evrópu. Sú krafa að dómstólar taki harðar á kynferðisbrotum verður sífellt hærri en á dögunum kom fram að Landsréttur er talsvert líklegri til að milda kynferðisbrota dóm en að þyngja hann. Lögmaður mannsins segir að í tilfelli fatlaða mannsins hafi Landsréttur ekkert tillit tekið til fötlunar hans. Því var hann talinn ótrúverðugur.

RÚV greinir frá þessu en rætt var við Þorbjörgu Ingu Jónsdóttir, lögmann mannsins, í kvöldfréttum. Hún undirbýr nú kæruna til Mannréttindadómstóls Evrópu. Í héraðsdómi fékk maðurinn þungan dóm, raunar óvenju þungan miðað við dóma í slíkum málum. Hann fékk sjö ára fangelsi, sem er viðeigandi því fatlaði maðurinn segir hann hafa brotið á sér í sjö ár, frá því hann var fjögurra ára til ellefu ára.

Þorbjörg segir Landsrétt hafa sýnt honum lítinn skilning en maðurinn er með einhverfu. „Og svo er verið að benda á það í Landsréttardóminum líka að það sé að einhverju leyti mismunandi framburður hjá honum bæði frá því sem  hann gefur hjá lögreglu, fyrir héraðsdómi og fyrir Landsrétti. Og þar finnst mér í engu tekið tillit þess í dóminum til svona sérstöðu hans og fötlunar,“ sagði Þorbjörg.

Dæmt var í málinu þegar sóttvarnir voru sem mestar. „Þá olli þetta t.d. því að minn umbjóðandi þurfti að sitja miklu nær  ákærða heldur en hann gerði í héraði. Þeir voru tiltölulega nálægt hver öðrum inni í dómssal. Svo þurfti hann að vera með grímu töluvert af tímanum, reyndar ekki akkúrat meðan hann var að tala. En það að vera með grímu er t.d. mjög erfitt fyrir hann og miklu erfiðara en fyrir vel flesta. Þannig að þetta olli aukalegu álagi á hann,“ segir Þorbjörg.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -