Fimmtudagur 6. október, 2022
6.8 C
Reykjavik

Landslið íslenskra malbikara heldur til Úganda: „Frábært að fá svona yfir harðasta veturinn“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Þetta verður spennandi verkefni, við erum sex sem erum að fara héðan frá Íslandi til að aðstoða menn í Úganda við að malbika alþjóðaflugvöll í vestanverðu landinu,“ segir Stefán Már Guðmundsson yfirverkstjóri hjá Colas á Íslandi sem er eitt helsta malbikunarfyrirtæki á landsins. Íslendingarnir munu sinna ráðgjafastörfum auk þess að hafa eftirlit með framkvæmdinni. Kabaale international airport er nýr flugvöllur nærri landamærum Úganda við Kongó. Fundist hefur olía á svæðinu og því verið að gera stóran flugvöll fyrir fólk og frakt.

Stefán Már Guðmundsson yfirverkstjóri hjá Colas á Íslandi sem nú heldur svellkaldur á vit hitabeltisins.

Víkingaflokkurinn fenginn í verkið

„Colas í Bretlandi er með verkið en vantaði menn sem væru til í þetta ævintýri, hefðu þekkingu, getu og væru til í allt. Lars Jensen frá Colas í Danmörku starfaði með okkur hérna á Íslandi um tíma, meðal annars þegar við malbikuðum alþjóðaflugvöllinn í Keflavík. Hann lagði til að víkingaflokkurinn frá Íslandi yrði fenginn í þetta, áður hafði hann fengið okkur til að hlaupa undir bagga með sér í Danmörku þannig að hann veit vel hvað við getum gert. Svo má ekki gleyma að við malbikuðum flugvöllinn í Paamiut í Grænlandi. Þannig að við erum ýmsu vanir við allskonar aðstæður. Það er líka frábært fyrir okkur að fá svona verkefni yfir harðasta veturinn á meðan við höfum nær ekkert að gera hérna heima enda malbikun bara sumarvinna, nema auðvitað við miðbauginn. Þetta er fyrst og fremst útflutningur á þekkingu,“ segir Stefán Már fullur tilhlökkunar að takast á við miðbaugsmalbikun í Afríku.

Ys og þys við flugvallamalbikun í Keflavík

Munum njóta miðbaugssólarinnar

Áætlað er að Íslenski ráðgjafaflokkurinn frá Colas verði mánuð í Úganda en Stefán segir það geta brugðið til beggja vona eins og oft er með framkvæmdir. „Við klárum okkar verkefni vel á fjórum vikum en það er háð því að flugvöllurinn verði kominn og tilbúinn fyrir malbik,“ segir þessi bjarti og skemmtilegi malbikari sem hlakkar til miðbaugssólarinnar laus við að skafa rúður á frostköldum morgnum heima á Íslandi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -