Það er óhætt að segja að það hafi verið ákveðinn anticlimax þegar bóluefni gegn COVID var kynnt á blaðamannafundi fyrr í dag. Á samfélagsmiðlum er fátt annað til umræðu og þó fólk sé ánægt með þennan áfanga þá hafi umgjörð kynningarinnar verið hlægileg.
Fólk hefur til að mynda orð á því að þetta séu ekki tilkomumiklar umbúðir og minni frekar á kassa utan um Playstation-tölvu. Svo eru nokkrir sem eiga við myndir af vettvangi, líkt og á myndinni hér fyrir ofan.
Hér fyrir neðan má lesa nokkur dæmi um hvað gárungar segja um kynningu bóluefnisins.
Plís hendið þessu bóluefni inn í frysti svo það skemmist ekki meðan allir halda ræður og gefa blóm. Það skemmist í stofuhita. pic.twitter.com/5n4dnwoa1v
— Hafliði Breiðfjörð (@haflidib) December 28, 2020
Var ekki hægt að setja þetta í tilkomumeiri umbúðir? Og tveir kassar? Ætlar Jesús að sprauta? pic.twitter.com/pnHhw2bgPT
— Margrét Erla Maack (@mokkilitli) December 28, 2020
Smá sjokk að heyra í fréttum að fyrstu skammtar bóluefnisins séu fráteknir fyrir framliðna starfsmenn. Er ekki óþarfi að splæsa þessu í þá?
— Halla Oddný (@hallatweets) December 28, 2020
— Kristján Gauti (@kristjangauti) December 28, 2020
— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) December 28, 2020
Þórólfur að opna kassana eftir alla þessa mánuði pic.twitter.com/hRI5vwRILl
— Vilhelm Neto (@VilhelmNeto) December 28, 2020
Mér fannst það fyrst, en ákvað svo að setja mig í spor þessa fólks sem hefur lifað og hrærst í þessum heimi allt árið og sér núna loks vonarglætu – þá er erfitt að hrífast ekki með, þetta er rosalegur áfangi!
— Hjördís Lára (@hjordislara) December 28, 2020
Við hjónin sátum límd yfir þessu enda konan búin að fá tölvupóst frá forstjóranum með tilk. um það yrði bein útsending og smá viðhöfn.
— Erlendur (@erlendur) December 28, 2020
Þetta er svo hlægilega lítið eitthvað, ég bjóst við alveg bretti af drasli amk https://t.co/cd4cGS1MiX
— Inga, MSc. ♀️ (@irg19) December 28, 2020
Táknmálstúlkurinn er skæbrosandi 😭
— arnorbogason.forritið.is (@arnorb) December 28, 2020
Hvar varst þú þegar bóluefnið lenti á Íslandi 2020?
— Rósa Björk Gunnarsdóttir (@vidimelur) December 28, 2020