Laugardagur 20. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Landsréttur hafnar beiðni Evu og fjölskyldu: „Ætli við þurfum ekki bara að boða til andafundar?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þann 19. október síðastliðinn úrskurðaði Landsréttur í máli fjölskyldu Dönu Jóhannsdóttur gegn úrlausn Héraðsdóms Reykjaness þar sem beiðni kærenda um skipun réttargæslumanns var hafnað.

Fjölskyldan kærði þá ákvörðun lögreglustjórans á Suðurnesjum að fella niður tilnefningu lögmannsins sem réttargæslumanns, vegna rannsóknar lögreglu á andláti hennar. Dana lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 19. október 2019.

Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði svo að fjölskylda Dönu ætti ekki rétt á réttargæslumanni og var sá úrskurður kærður til Landsréttar. Var þess krafist að úrlausninni yrði hnekkt og úrskurðinum breytt á þá leið að krafa fjölskyldunnar um skipun réttargæslumanns og málskostnað verði teknar til greina. Landsréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjaness. Mun fjölskyldan fara með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu.

Í samtali við Evu Hauksdóttur, sem er dóttir Dönu, telur hún málið stórfurðulegt.
„Það er stórfurðulegt að löggjafinn skuli gera ráð fyrir því að fórnarlömb manndrápa eigi tilkall til réttargæslumanns en að dómstólar viðurkenni ekki að aðstandendur fari með þann rétt þegar brotaþoli er látinn.
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur margsinnis staðfest þann skilning að aðstandendur þeirra sem látast vegna brota heilbrigðsstarfsfólks eða annarra ríkisstarfsmanna, hafi stöðu óbeinna brotaþola og eigi rétt á því að fá að fylgjast með gangi rannsóknar. Þetta þýðir að allt þetta fólk, ekki færri en sex fjölskyldur, verða að bera fjárhagslega áhættu af því að ráða sér lögmenn til að sækja rétt sinn til miskabóta.
Fyrir mína fjölskyldu skiptir höfuðmáli að við getum gengið úr skugga um að rannsókninni hafi verið almennilega sinnt enda höfðum við verulega áhyggjur af því hvað lögreglurannsókn fór hægt og seint af stað. Og nú er verið að taka þann rétt frá okkur því ef við teljumst ekki brotaþolar í skilningi laga þá eigum við engan rétt fram yfir blaðamenn eða bara hvern sem er.
Lögin eru alveg skýr um það að brotaþolar eiga endranær að fá réttargæslumann en samkvæmt þessari niðurstöðu hefði móðir okkar væntanlega þurft að sækja um réttargæslumann sjálf. Ég veit ekki alveg hvernig Landsréttur reiknar með að verði staðið að því að fá undirskrift hennar. Ætli við þurfum ekki bara að boða til andafundar?

Eins og áður kom fram ætlar fjölskyldan að skjóta málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu en segist Eva gera ráð fyrir því að senda kæruna eftir helgi. Mun hún kæra til MDE á grundvelli 2. gr. Mannréttindasáttmálans sem fjallar um réttinn til lífs. Mannréttindadómstóllinn lítur svo á að það að neita aðstandendum um réttarstöðu óbeinna brotaþola falli undir brot gegn 2. greininni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -