Föstudagur 21. janúar, 2022
3.8 C
Reykjavik

Landsþekktur leikari nafngreindur á Facebook og sakaður um kynferðisbrot gegn barni sínu

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Fjölskyldan getur ekki lengur horft upp á gerendameðvirkni samfélagsins og skrímslavæðingu gerenda né heldur skömmina sem sonur okkar upplifir,“ segir meðal annars í færslu á Facebook síðu samtakanna Líf án ofbeldis. Þar stíga aðstandendur barns landsþekkts leikara og saka hann um kynferðisbrot gegn því. Þar er leikarinn jafnframt nafngreindur.

Mikið hefur verið rætt um leikarann á síðu Lífs án ofbeldis en hingað til hefur það verið nafnlaust.

Leikararinn hefur margoft ásakað barnsmóður sína í fjölmiðlum um tálmun og lýst sig saklausan af kynferðisofbeldi. Hefur hann komið fram opinberlega og lýst sig órétti beittan jafnt af barnaverndaryfirvöldum og barnsmóður. Hér sé um heiftúðuga umgengnis- og forræðisdeilu að ræða.

Barnið er í dag 11 ára gamalt en leikarinn hefur ekki séð það frá því það var 6 ára gamalt.

Á síðunni Líf án ofbeldis á Facebook, þar sem finna má þúsundir meðlima, var leikarinn nafngreindur um helgina og eftirfarandi kom þar fram:

„Þjóðþekktur einstaklingur ásakaði barnsmóður sína í fjölmiðlum um tálmum og lýsti sig saklausan af kynferðisofbeldi. Barnavernd tók málið fyrir og tók rök föður til greina. Vegna misvísandi gagna frá barnavernd og vegna þess að málið var fellt niður hjá lögreglu var ákveðið að bjóða þeim feðgum að hittast í viðtölum við meðferðaraðila á vegum barnaverndar. Var það gert með samþykki og móðurfjölskyldunnar. Tilgangur viðtalanna var að gefa þeim feðgum tækifæri til að umgangast og byggja upp samband að nýju. Viðtölin stóðu yfir í fjóra mánuði þar sem bæði faðir og barnið mættu saman.

Barnið tjáði sig um kynferðisofbeldið í viðtölunum við föður og var hissa á að faðir sagðist ekki muna eftir ofbeldinu

- Auglýsing -

Barnið rifjaði því upp með nákvæmum hætti fyrir föður í viðurvist meðferðaraðila í þeirri von að fá beiðni um fyrirgefningu. Faðir óskaði í kjölfarið eftir nýjum meðferðaraðila fyrir sig og barnið. Barnið hélt áfram viðtölum við sama meðferðaraðila.“

Einnig er birt brot úr skýrslu meðferðaraðila frá árinu 2019, sem er eitt af lokagögnunum í máli barnsins. Segir þar meðal annars:

„Undirrituð hefur leitað álits Barnahúss og barnageðlæknis vegna umræddrar vinnu með fjölskyldunni. Það er mat undirritaðrar að [nafn barns] sé að segja satt varðandi upplifun sína af kynferðislegur áreiti/ofbeldi af hálfu föður og þörf sé að taka málið alvarlega.

- Auglýsing -

Undirrituð leggur til að ef [nafn barns] vill hitta föður áfram fari sá hittingur áframhaldandi á stofu undirritaðrar ásamt undirritaðri. Einnig að annaðhvort móðir eða fósturfaðir sé ínáanlegur á biðstofu.“

Í kjölfar nafnbirtingar birti fjölskylda barnsins yfirlýsingu þar sem hún gagnrýnir harðlega það sem þau kalla gerendameðvirkni samfélagsins. Þar segir meðal annars.

„Í fyrradag birtist grein á netinu þar sem lýsingar meints geranda sonar okkar á því hvernig hann sleikir píkur er tekið fyrir sem aðalefni. Fyrirsögnin er „ógeðslega góður í að sleikja píkur“ og fyrir neðan er mynd af meintum geranda að sýna hvernig hann fer að með því að sleikja ís. Myndskeið af þessu fylgir svo með neðst í fréttinni.“

Fjölskyldan segir að einhverra hluta vegna hafi þetta verið dropinn sem fyllt mælinn hjá þeirra fólki sem kallaði eftir að þau myndu eina ferðina enn stíga fram og verja son sinn og önnur börn fyrir gerandameðvirkni samfélagsins.

„Við vorum þó ekki sannfærð því barátta okkar hefur hingað til alfarið snúist um það að hlúa að og styðja son okkar en ekki að tjá okkur um meintan geranda.

Umrædd grein fangar skiljanlega athygli unglinga og var m.a. til umræðu í skóla sonar okkar. Félagar hans hlæja að greininni og þættinum sem um ræðir og ræða það hvað meintur gerandi er góður í því að sleikja píkur. Sonur okkar mætir umfjöllunum um meintan geranda í umhverfi sínu á ólíklegustu stöðum,” segir í færslunni.

Þau segja son sinn vera orðinn eldri og gaslýsing meints geranda, sem þau hafi falið honum, sé farin að verða honum erfið og sársaukafull. „Við höfum lagt okkur fram við að fela fyrir syni okkar ástandið sem meintur gerandi veldur en í dag er það töluvert erfiðara. Í langan tíma hefur sonur okkar sig hvergi getað hreyft nema að sjá meintan geranda í umhverfi sínu. Gegn okkar vitund googlaði hann meintan geranda og komst þar í fjölmiðlaumfjallanir um sitt eigið mál og sá þar að meintur gerandi hefði opinberlega logið gegn sér með stuðningi hundraða manna, með tilheyrandi áfalli.“

Í færslunni segir fjölskyldan að fjölskyldunni hafi verið haldið í heljargreipum af meintum geranda í tilraun hans til að kæfa orð barnsins. „Á síðustu 4 árum hefur fjölskyldan einbeitt sér að bata, meðferðum og gert allt sem í sínu valdi stendur til að verja strákinn og byggja hann upp í samstarfi við fagaðila og skóla. Það er það sem skiptir máli.

Þau segja sitt hlutverk vera að vernda son sinn, trúa honum og styðja.

„Áfall barnungra þolenda í málum eins og sonar okkar er ekki eingöngu ofbeldisbrotin sem slík heldur einnig það að manneskja sem það elskar og treystir hafi brotið á því. Að manneskjan hafi misnotað sakleysi þess sem barn. Og í tilfelli sonar okkar að sú manneskja ljúgi upp á það með stuðningi hundraða manna. Að vinir hans tali um meintan geranda og að hann sé svo góður í því að sleikja píkur. Áfallið er einnig það að meintur gerandi hangi uppi á öllum auglýsingaskiltum borgarinnar, strætóskýlum, í sjónvarpinu, á netinu, brosandi á meðan þolandinn les lygar um sig í fjölmiðlum og sinnir meðferðum og reynir að skilja ofbeldið sem hann varð fyrir.

Áfallið fyrir son okkar er það að skömminni sé haldið að honum, að sonur okkar líði fyrir kynferðisofbeldið á sama tíma og meintur gerandi skemmtir þjóðinni.“

Fjölskyldan kveðst ætla að skila skömminni og ofbeldi eigi aldrei að vera einkamál þess sem því fyrir verður.  „Sonur okkar hefur fengið þá fræðslu frá fagaðilum og reynir að lifa samkvæmt því. Þegar fólki er nauðgað upplifir það skömm, þegar það er misnotað upplifir það skömm, þegar fólk upplifir ofbeldi yfirhöfuð, börn og fullorðnir, upplifir það skömm og orðin kæfast í skömm sem verður tól gerenda til að halda uppi lygum og efla sjálfsmynd sína útávið sem spilast gegn þolendum og kæfir þá enn frekar í þögninni.

Þögnin er rofin. Við bjóðum hvorki þér né samfélaginu upp á gaslýsingu meints geranda lengur. Við bjóðum ekki syni okkar skömmina lengur. Við höfum hátt og gefum valdið aftur til sonar okkar og kjósum líf án ofbeldis”.

Þrátt fyrir tilraunir fengust ekki viðbrögð frá leikaranum við vinnslu fréttarinnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -