2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Langar í matvinnsluvél, hundajakka og línuskauta í brúðkaupsgjöf

Brúðkaupsgjafalistinn sem Priyanka Chopra setti saman er áhugaverður.

Leikkonan Priyanka Chopra og tónlistarmaðurinn Nick Jonas trúlofuðu sig í ágúst og ætla að gifta sig í desember. Brúðkaupsundirbúningurinn er í fullum gangi en nýjustu fregnir herma að þau ætli að gifta sig á Indlandi.

Chopru langar í svona hundajakka í brúðkaupsgjöf.

Undirbúningurinn virðist vera kominn vel á veg og Chopra hefur sett saman gjafalista á Amazon fyrir gesti brúðkaupsins. Þar kennir ýmissa grasa en á listanum er meðal annars að finna ýmis eldhúsáhöld og raftæki, svo sem pottasett, matvinnsluvél, vínglös og hrærivél.

Á listanum er einnig að finna föt og dót fyrir hundinn þeirra sem heitir Díana.

AUGLÝSING


Til viðbótar er ýmislegt dót sem kemur sér vel á ferðalögum á listanum. „Ég er alltaf að ferðast vegna vinnunnar og til gamans,“ skrifar Chopra við þann hluta listans.

Ef marka má listann þá stefna þau skötuhjú á að hreyfa sig mikið þegar þau eru orðin hjón því á listanum er einnig að finna snjóbretti, línuskauta, handlóð og tennissett.

Gjafalistann sem Chopra setti saman má skoða á heild sinni á vef Amazon.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is