Miðvikudagur 17. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Langholtsbúar brjálaðir út í Eimskip: „Á ekki annars að vera svefnfriður samkvæmt lögum?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Einar nokkur, íbúi í Langholtsshverfi í Reykjavík, er verulega ósáttur við Eimskip og heilbrigðiseftirlit borgarinnar vegna hávaða frá Sundahöfn allar nætur. Hávaðinn er svo mikill að hann getur ekki sofið.

Einar segir frá óánægju sinni inni í hópi hverfisbúa á Facebook. Þar segir hann:

„Lagarfoss liggur en bilaður í Sundahöfn. Þrátt fyrir loforð Eimskips og Heilbrigðiseftirlits um úrbætur voru ljósavélar skipsins í gangi í allt gærkvöld og alla nóttina. Nú er klukkan 5 að morgni og drunurnar berast um nálæg hverfi. Kannski að ég sé einn af fáum sem truflast af þessu og get ekki sofið. Á ekki annars að vera svefnfriður samkvæmt lögum frá miðnætti til morguns?“, spyr Einar.

Nágrannar Einars úr póstnúmeri 105 bæta sér í umræðuna undir færsluna og segjast einnig verða varir við hávaðann frá Sundahöfn að næturlagi. Það gera líka fjölmargir íbúar 104 og Sigrún er ein þeirra. „Heyrði þetta um daginn og bý í Álfheimum. Svakalega mikill háfaði. Nú veit ég hvað þið eruð að tala um. Hlýtur að vera hrikalegt að búa þarna nálægt,“ segir Sigrún.

Nönnu líst illa á blikuna. „Og þetta hlýtur að lækka íbúðir í verði þangað til þetta verður lagað,“ segir Nanna.

Einar bætir því við að hann hafi margsinnis kvartað undan hávaðanum en fátt sé um svör. „Búin að senda marga tölvupósta. Þeir þykjast vera að gera eitthvað en ekkert gerist. Margir eru búnir að kvarta en fleiri þurfa að kvarta og sparka í rassinn á þeim,“ segir Einar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -