Fimmtudagur 23. janúar, 2025
2 C
Reykjavik

Lára læknir fær á baukinn fyrir bakþanka: „Vill hún fá klapp á bakið fyrir?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Pistill sem Lára G. Sigurðardóttir læknir skrifar í Fréttablaðið í dag hefur vakið viðbrögð og verið gagnrýndur. Á Twitter veltir kona að nafni Inga því fyrir sér hver tilgangur pistilsins sé.
„Hvað er pointið með þessum bakþönkum? Að endurtaka það sem kom fram í Kveik? Vill hún fá klapp á bakið fyrir að henda nammipokanum en ekki kærastanum?“

Í pistlinum sem Lára skrifar segir hún frá matarvenjum sínum þegar hún var 17 ára gömul. Kærastinn, sem í dag er eiginmaður hennar, hafi sagt henni að hún hefði fitnað á þessum tíma.

Lára segir frá þróun offitu á eyjunni Nárú í Kyrrahafi. Þá lýsir hún því hvernig holdafar íbúanna breyttist er þeir tóku upp nýjar matarvenjur.

„Íbúar eyjunnar voru við eðlilegt holdafar á meðan þeir nærðust á fiski, ávöxtum og grænmeti. Þegar þeir öðluðust sjálfstæði árið 1968 urðu þeir skyndilega ríkir af fosfat-námuvinnslu. Þeir þurftu ekki lengur að veiða fisk og rækta grænmeti og fóru að flytja inn unnar vestrænar matvörur. Með hinum nýju lífsháttum urðu þeir feitasta þjóð jarðríkis,“ segir Lára.

„Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðis­málastofnuninni eru of feit börn í aukinni hættu á að deyja um aldur fram og greinast með hjartasjúkdóm, heilablóðfall, krabbamein og sykursýki. Hægt er að afstýra þessu en þá þarf bæði nánasta umhverfi og samfélagið í heild að vinna saman með því að bæta aðgengi að sálfræðingum, heilsusamlegum mat og gera líkamsrækt aðgengilegri.“

Þá bætir hún við að vel sé hægt að laga þetta vandamál.

„Í betri heimi myndu skólasálfræðingar grípa börnin áður en þau verða of feit því andlegir erfiðleikar geta hæglega steypt þeim í vítahring matarfíknar.“

Pistill Láru læknis hefur valdið talsverðu fjaðrafoki á samfélagsmiðlum. Það er ekki bara Inga sem hneykslast, því það gerir Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, formaður Samtaka um líkamsvirðingu, einnig. „Þetta er akkúrat hættan á bak við svona þætti og fréttaskýringar og offitu. Alveg sama hvað það var oft tekið fram að offita sé flókið samspil margra þátta t.d. félagslegra er þetta teik flestra; „bOrÐa mInnA nAmMi“. Spáið í því að hafa nógu sterka skoðun til að skrifa skoðanapistil en hafa ekkert annað á bak við sig en eigin fordóma,“ segir Tara.

- Auglýsing -

Pistil Láru má lesa í heild sinni hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -