Lára Ómarsdóttir, talsmaður Róberts Wessman, hefur ítrekað þrætt fyrir að auðmaðurinn vissi eitthvað um innbrotið á skrifstofur Mannlífs. Síðast í gær hélt hún sig við sömu söguna í „einkasamtali“ og sagði Róbert ekkert hafa vitað um innbrotin og bætti við að hún myndi ekki vinna fyrir hann ef hann væri í vitorði með þeim sem hefði brotist inn. Ómar Valdimarsson, lögfræðingur Róberts, hélt uppi sömu vörnum fyrir skjólstæðing sinn en bætti um betur og dylgjaði um að þolandinn í innbrotinu hefði sviðsett það. Í einni af fjórum kærum til siðanefndar Blaðamannfélags Íslands á hendur ritstjóra Mannlífs talaði Ómar um meint „innbrot“ og gaf í skyn að um sviðsetningu væri að ræða. Nú er annað komið á daginn og full játning liggur fyrir. Nú er til skoðunnar að tilkynna Ómar til siðanefndar lögmanna …
Fyrirvari: Höfundur Orðrómsins er þolandi í innbrotunum sem vísað er til.