Föstudagur 7. október, 2022
4.8 C
Reykjavik

Laugalandskonur funda með Ásmundi: „Takk fyrir að standa með okkur“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -
Ásmundur Daði Einarsson, barna- og félagsmálaráðherra, fundar eftir viku með kvennahópi þeim sem saka fyrrum forstöðumann meðferðarheimilisins að Laugalandi, Ingjald Arnþórsson, um andlegt og líkamlegt ofbeldi. Konurnar vona að nú verði loksins hlustað á þær.

Líkt og Mannlíf greindi fyrst frá hefur stór hópur kvenna tekið höndum saman og stigið fram með ofbeldissögur gegn þeim meðan þær dvöldu ungar á meðferðarheimilinu að Laugalandi í Eyjafirði. Heimilinu var lokað um áramót og konurnar fara nú fram á raddir þeirra séu teknar alvarlega af yfirvöldum. Konurnar lýsa erfiðri og sársaukafullri dvöl og telja að frásögnum þeirra hafi verið sópað undir teppi af hálfu barnaverndaryfirvalda fram til þessa.

Sjá einnig: Hópur kvenna af meðferðarheimilinu Laugalandi krefst rannsóknar: „Hjálp“

Ábendingar um ofbeldið bárust þegar árið 2000 en Barnaverndarstofa taldi þá ekkert hafa átt sér stað og ekkert var aðhafst. Forstjóri Barnarverndarstofu hefur lofað því að nú verði hlustað á sögurnar og eftir viku kemur röðin að Ásmuni ráðherra. Tugur kvenna lýsir meintu ofbeldi að Laugalandi á árunum 1997-2007.

Meðferðarheimilið að Laugalandi. Mynd / Skjáskot RÚV.

Sjálfur þvertekur Ingjaldur fyrir ásakanir hinna mörgu kvenna sem stigið hafa fram.  Kvennahópurinn samanstendur því að rúmum tug kvenna sem allar hafa svipaða ofbeldissögu að segja.

Sjá einnig: Lýsa sorglegu ofbeldi og niðurbroti á meðferðarheimilinu Laugalandi: „Ég var komin í helvíti“

Gígja Skúladóttir, ein kvennanna sem sagt hefur frá meintu ofbeldi og harðræði á meðferðarheimilinu, greindi frá því á Facebook að Ásmundur taki á móti hópnum á næstunni, nánar tiltekið 12. febrúar næstkomandi. Í færslunni þakkaði hún Söru Óskarsdóttur fyrir að taka málið upp á Alþingi. „Takk fyrir að standa með okkur í þessu mannréttindamáli,“ sagði Gígja.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -