Fimmtudagur 18. apríl, 2024
3.1 C
Reykjavik

Lausir hundar í Norðlingaholti vekja ótta – „Stökk upp á lærið á mér og beit“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Svo virðist sem eitthvað sé um það að hundar séu í einhverjum tilvikum lausir á svæðinu við Rauðahóla og sumir glefsi til fólks. Andrea skrifaði eftirfarandi færslu á hópinn Norðlingaholt Town í gær:

„Í gærmorgun, laugardag, vorum við nokkur að hlaupa stíginn meðfram Rauðhólum. Við mætum manni með hund í bandi sem stekkur upp og bítur í lærið á einum úr hópnum. Ekkert okkar kannast við eigandann en viljum bjóða honum að hafa samband með því að senda mér skilaboð eða að minnsta kosti hafa það í huga að passa betur uppá hundinn sinn í þessu barnmarga útivistarhverfi.“

Hrafnkell Freyr segist hafa lent í svipuðu atviki. „Þá var kona með 2x Schaeffer og annar glefsaði til mín þegar ég tók framúr og bauð góðan dag. Hann náði ekki til mín en það var óþægilegt.“

Helena segir: „Úff, þetta er það sem ég er svo hrædd að lenda í eða börnin mín.“

Guðrún Íris spyr hvort vitað sé hvernig hundur þetta sé. „Mjög leiðinlegt að heyra þetta sem hundaeigandi í Norðlingaholti.“

Andrea svarar að um ljósan íslenskan hund sé að ræða: „Er hundaeigandi sjálf og líka sá sem var bitinn þannig að það er fullur skilningur á því að þetta sé ömurlegt fyrir alla aðila. En ég á líka börn og hleyp mikið hérna í nágreninu og lendi ítrekað í því að fá lausa hunda hlaupandi að mér og hoppandi uppá mig.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -