Fimmtudagur 11. ágúst, 2022
8.8 C
Reykjavik

Leið og reið yfir umræðu um mögulega skaðsemi femínisma

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Femínistinn Elva Björk Ágústsdóttir birti Facebook-færslu á dögunum þar sem hún tjáir sig um pistil sem fjallar um hvort barátta femínista hafi skaðleg áhrif á andlega heilsu karlmanna.

Femínistinn Elva Björk Ágústsdóttir birti um helgina færslu á Facebook þar sem hún tjáir sig um pistil sem fór sem eldur um sinu á netinu í upphafi mánaðar. Í þeim pistli er ýmsum spurningum varpað fram um femínisma, til dæmis hvort möguleg tengsl séu á milli sjálfsvíga karla og baráttu feimínista. Pistilinn skrifar einkaþjálfarinn Hafdís Björg Kristjánsdóttir og birtir á vefnum Virgo, undir yfirskriftinni Femínismi eða frekja?.

Elva Björk skrifar í færslu sinni um umræddan pistil og segir umræðuna hafa gert sig bæði leiða og reiða. „Undanfarna daga hef ég verið mjög leið, pirruð og reið yfir umræðum í fjölmiðlum. Fyrir stuttu síðan birtist pistill um þá hræðilegu staðreynd að fjórir menn tóku sitt eigið líf á mánudaginn. Einhvern veginn tókst pistlahöfundi og óteljandi fjöldi virkra í athugasemdum að tengja þessa hræðilegu staðreynd við femínisma og uppgang kvenna í samfélaginu,“ skrifar Elva Björk meðal annars.

Einhvern veginn tókst pistlahöfundi og óteljandi fjöldi virkra í athugasemdum að tengja þessa hræðilegu staðreynd við femínisma.

Hún bendir þá á að femínistar berjast fyrir auknu jafnrétti kynjanna og þar af leiðandi fyrir því að strákar megi ræða um tilfinningar sínar og líðan.

Í samtali við Mannlíf segist Elva hafa fengið mikil viðbrögð við færslu sinni. „Ég hef fengið mjög mikil viðbrögð við pistlinum, bæði á Facebook og Twitter. Margir hafa líka haft samband við mig og tjáð skoðun sína á pistlinum. Það sem mér þykir líka mjög vænt um er að ákvað samtal varð líka til í kjölfarið og fóru margir, sérstaklega á Twitter, að koma með hugmyndir um hvernig auka mætti þátttöku karla í þessum málum.“

Elva Björk segir þá mikinn misskilning að femínistar vinni markvisst gegn karlmönnum, líkt og Hafdís talar um í pistli sínum.

„Ég held að þeir sem hafa kynnt sér hvað femínismi stendur fyrir átti sig á að um jafnréttisbaráttu er um að ræða og að það á við um öll kyn. Auðvitað verður áhersla oft meiri á það kyn sem hefur hingað til verið undir. En femínistar hafa gert gríðarlega mikla og merkilega hluti til að stuðla að auknu jafnrétti og hafa til að mynda líka oft bent á ójafnrétti gagnvart feðrum. En mikilvægt er að karlmenn taki líka þátt í baráttunni.“

- Auglýsing -

Færslu Elvu má lesa í fullri lengd hér fyrir neðan:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -