• Orðrómur

Leiðtog­ar Evr­ópu­sam­bands­ríkja ná sögulegu samkomulagi

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Leiðtogar Evrópsambandsins hafa náð samkomulagi um til­hög­un 750 millj­arða evra björg­un­ar­sjóð handa þeim ríkjum sambandsins sem illa hafa orðið úti í COVID-19 faraldrinum. Þá hafa þeir samið um sjö ára fjár­hags­áætl­un sam­bands­ins.

Leiðtogar sambandsins komust að samkomulagi í málinu í Brussel í morgun eftir fjögurra daga strangar viðræður. Að þeim loknum sagði Emm­anu­el Macron Frakk­lands­for­seti að um væri að ræða sögulegan dag fyrir Evrópu.

Helmingur greiðslnanna, eða 390 milljarðar evra, verður í formi óendurkræfa styrkja, en 360 millj­arðar evra verða veitt­ar ríkj­um að láni. Þau ríki sem fá lánin og styrkina þurfa að uppfylla ákveðnar kröfur, eins og að hafa und­ir­geng­ist mark­mið Evr­ópu­sam­bands­ins um kol­efn­is­hlut­leysi árið 2050. Hægt verður að stöðva fjárveitingar til ríkja þyki þær ekki uppfylla skilyrðin.

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -