Fimmtudagur 6. október, 2022
6.8 C
Reykjavik

Leifur skólastjóri í leyfi vegna óeðlilegra samskipta við konur

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Leifur Garðasson skólastjóri er kominn í ótímabundið veikindaleyfi frá störfum sínum í Áslandsskóla. Fræðslustjóri Hafnarfjarðar vill ekki staðfesta hvort Leifur hafi sjálfur óskað eftir leyfinu eða hann verið skikkaður í það.

Mannlíf greindi fyrst frá því að Leifur skólastjóri var rekinn sem körfuboltadómari á vegum KKÍ vegna óviðeigandi samskipta við kvenkyns leikmann. Samskipti Leifs við leikmanninn voru á þann veg að stíga í vænginn við viðkomandi sem síðan kvartaði undan því við KKÍ. Leifur var strax settur af sem dómari hjá sambandinu og þar hefur hann ekki dæmt leik frá því málið kom upp.

Sjá einnig: Leifur Garðarsson rekinn sem dómari fyrir að reyna við leikmann

Í kjölfarið ákvað skólaskrifstofa Hafnarfjarðar að skoða brottrekstur Leifs skólastjóra úr starfi sem körfuboltadómara og ásakanir á hendur honum fyrir óviðeigandi samskipti við konur. Þá sagði Fanney Dóróthe Halldórsdóttir, sviðsstjóri fræðslu- og frístundaþjónustu bæjarins:
„Við erum að sjálfsögðu að skoða málið nánar og sú vinna er hafin. Við eigum okkar áætlanir og verkferla til að fylgja eftir. Svona ásakanir eru náttúrlega alvarlegar og því eðlilegt að við eigum samtal við manninn til að skoða þetta nánar,“ sagði Fanney í samtali við Mannlíf. Niðurstaðan er sú að Leifur fer í ótímabundið veikindaleyfi en ekki fæst staðfest hvort hann hafi verið skikkaður í það eða óskað sjálfur eftir því.
Leifur er maður sem er vanur valdastöðu gagnvart mörgum. Hann er starfandi skólastjóri í Áslandsskóla, var lengi knattspyrnuþjálfari og jafnframt körfuboltadómari. Nú hefur hann verið rekinn sem dómari og farinn í leyfi sem skólastjóri. Aðstoðarskólastjóri Áslandsskóla, Unnur Elfa Guðmundsdóttir, tekur við stöðu skólastjóra í óákveðinn tíma.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -