Fimmtudagur 18. apríl, 2024
1.1 C
Reykjavik

Leiga hefur hækkaði um 0,4% í febrúar og árshækkunin er 5,7%

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leiguverð hefur hækkað um 5,7% á síðustu12 mánuðum á sama tíma og kaupverð fjölbýlis á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 3,5%. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans sem birt var í morgun.

Vitnað er til talnagagna frá Þjóðskrá en þar kemur fram að á milli febrúar og mars hafi leiga á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 0.4%. Þjóðskrá birtir mánaðarlegar tölur um leiguverð og hefur gert frá árinu 2011.

4000 á fermetra í Garðabæ

„Sé litið á leiguverð á 2ja og 3ja herbergja íbúðum í mars 2019 má sjá að hæsta verðið er á 3ja herbergja íbúðum í Garðabæ og Hafnarfirði, rúmar 4 þús. kr. á m2. Þessi tala er reyndar óeðlilega há, bæði miðað við önnur tímabil og þessi svæði. Annars eru hæstu verðin fyrir 2ja herbergja íbúðir í vesturhluta Reykjavíkur  og Breiðholti. Lægsta fermetraverðið er á 3ja herbergja íbúðum á Suðurnesjum og á Akureyri.“

Kaupverð ekki hækkað jafnt og leiga að undanförnu

„Kaupverð íbúða tók að hækka mun meira en leiguverð á árinu 2016 og hélt sú þróun áfram allt fram á sumar 2017. Þannig hækkaði leiguverð um 70% frá upphafi ársins 2011 fram til júní 2017 á meðan kaupverð fjölbýlis hækkaði um 97%. Frá júní 2017 hefur leiguverð hins vegar hækkað um 14,7% á meðan kaupverð hækkaði um 6,2%. Það er því verulegur munur á þessum tveimur tímabilum,“ segir í samantekt Landsbankans.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -