• Orðrómur

Leigudeila í Árneshreppi: Eva oddviti gerð afturreka með að fleygja Hrafni út

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Nýlega var leigusamningi á íbúð Hrafns Jökulssonar í Norðurfirði í Árneshreppi sagt upp, en íbúðin er í eigu Árneshrepps. Í tölvupósti frá oddvita hreppsins var Hrafni tilkynnt að hann yrði að fara út vegna lítillar viðveru í íbúðinni og leiguskuldar. Hrafn var afar ósáttur og í Facebook-færslu á síðunni Vinir Kolgrafarvíkur sagði hann eftirfarandi um málið:

„Stórfréttir af Ströndum: Svo virðist sem Eva Sigurbjörnsdóttir, aldavinur minn og oddviti okkar í Árneshreppi, hafi án umboðs frá sveitarstjórn sagt mér upp — ólöglega oná annað — leigusamningi á íbúð í Norðurfirði, sem er í eigu hreppsins. Nú þarf Eva að leggja spilin á borðið. Ek bíð spenntr“.

Hrafn  hefur um áratugaskeið haldið tryggð við Árneshrepp og viljað veg samfélagsins sem mestan. Mörgum þótti uppsögnin á leigunni vera ómakleg og að oddvitinn vildi með þessu koma höggi á Hrafn.

- Auglýsing -

Hrafn að vinna þrifaverk í Trékyllisvík.

Mannlíf hafði samband við Evu Sigurbjörnsdóttur sem vildi sem minnst tjá sig um málið: „Málið var leyst á fundi hreppsnefndar. Hrafn skuldaði leigu en er búinn að borga leiguskuldina og er því í góðum málum,“ sagði Eva sem vildi ekki ræða skrif Hrafns á Facebook um að hún hafi án umboðs sveitarstjórnar sagt upp leigusamningi Hrafns.

„Ég hvorki vil né get rætt um persónuleg mál Hrafns Jökulssonar né annarra,“ sagði Eva í samtali við Mannlíf.

- Auglýsing -

Hrafn og Eva þegar allt lék í lyndi.
Skjáskot: Stöð 2/Egill Aðalsteinsson

Samkvæmt heimildum Mannlífs var sveitarstjórn Árneshrepps ekki á bak við uppsögnina á íbúð Hrafns heldur hafi það verið Eva upp á sitt einsdæmi sem sagði leigunni upp og ranglega sagt það vera ákvörðun hreppsnefndar. Sömu heimildir herma að Eva hafi hlotið ákúrur vegna málsins á sveitarstjórnarfundi í gær þar sem mál Hrafns var tekið upp.

 

- Auglýsing -

 

 

 

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Vopnaður unglingur handtekinn

Handtaka þurfti unglingspilt síðastliðna nótt í Breiðholti. Pilturinn er grunaður um ógnandi tilburði með eggvopni og hótanir.Foreldrar...

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -