Laugardagur 20. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Leikriti í Þjóðleikhúsinu slátrað: „Drauma­­þjófurinn best geymdur á hafs­­botni“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gagnrýnandinn Sig­ríður Jóns­dóttir segir upp­setningu Þjóð­leik­hússins á leikritinu Drauma­þjófnum vera gallaða í frekar harð­orði gagn­rýni í Frétta­blaðinu.

Sigríður segir sýninguna vissulega eiga töfrandi augna­blik; hún hrósar leik­konunni Þuríði Blæ Jóhanns­dóttur.

„Gjáin á milli þjóð­­fé­lags­­stétta stækkar með degi hverjum, of­gnótt þeirra sem eiga stækkar og lífs­bar­átta þeirra sem eiga ekki harðnar. Í for­­garði hel­vítis er síðan flótta­­fólk í leit að betra lífi en kemur alls staðar að lokuðum dyrum. Hvernig er hægt að koma á jöfnuði í slíku sam­­fé­lagi?

Í Drauma­­þjófnum er reynt að svara þessum á­­leitnu spurningum og er hann eitt stærsta við­fangs­efni Þjóð­­leik­hússins á þessu leik­ári. Öllu er tjaldað til og splunku­nýr ís­­lenskur söng­­leikur lítur dagsins ljós á Stóra sviðinu. Þjóð­­leik­húsið leggur hér allt undir í leit að smelli,“ skrifar Sig­ríður og bætir við:

„Gunnar Helga­­son á stóran að­dá­enda­hóp í heimi barna­­bók­­mennta og tryggt sæti á met­­sölu­listum. Drauma­­þjófurinn kom út á bók 2019 og fjallar um rottur sem berjast fyrir betri heimi. Björk Jakobs­dóttir skrifar leik­­gerðina og Hall­grímur Helga­­son semur söng­­textana í sam­vinnu við parið.“

Sig­ríður segir að yfir­­­borðsmynd leikritsins sýni Drauma­­þjófurinn margt gott.

- Auglýsing -

„Ævin­týra­heim þar sem bar­átta milli góðs og ills snýst um jöfnuð. Aðal­­per­­sónan er sterkur kven­kyns karakter. Þar með eru flestir kostirnir upp­­taldir, í söng­­leik sem minnir ó­­neitan­­lega á Cats og á­hrif Vesa­linganna eru líka á­­þreifan­­leg. Hand­­rits­­gallarnir eru fjöl­margir og út­færslur ó­­full­­nægjandi. Per­­sónur verksins segja stöðugt frá við­burðum og út­­skýra í stað þess að höfundar sýni á­horf­endum ver­öldina.

Upp­­bygging sögunnar er mein­­gölluð, fram­­vindan silast á­­fram og per­­sóna sem kynnt er til sögunnar sem aðal­­per­­sóna hverfur fljót­­lega á braut. Aðal­sagan er fremur veik og hliðar­­sögurnar sömu­­leiðis. Báta­rottunum eru aldrei gerð góð skil og á­horf­endur kynnast þeim lítið.

Sumir á­herslu­­punktar eru út­­skýrðir út í hið ó­­endan­­lega en aðrir alls ekki. Af hverju á­­kveður Eyrdís að leita að matar­­­fjallinu? Af hverju sækist Ljúfur eftir völdum? Hvað gera bar­daga­rotturnar?

- Auglýsing -

Söng­­textarnir eru frekar til að út­­skýra sögu­­þráðinn en að þróa per­­sónurnar: „Við stöndum saman alla leið. Þá verður rottugatan greið! Við erum al­­gjörir Hafnar­lands-himna-rottu-vinir. Erum besta teymi í heimi.“

Þessi tækni er gegnum­­gangandi allan tímann, að út­­skýra heiminn og sögu­­þráðinn. Þor­valdur Bjarni Þor­valds­­son semur tón­listina og stjórnar en tekst ekki að skapa heild­­stæðan hljóm­heim. Fyrir utan ein­s­taka lag eins og „Ekki gráta“ eru fá eftir­­minni­­leg.

Grunn­­stefið vantar, lögin tengjast þannig ekki heldur eru saman­­safn af ó­­líkum hug­­myndum,“ skrifar Sig­ríður og endar dóm sinn á þennan hátt:

„Niður­­­staða: Þrátt fyrir töfrandi augna­blik er Drauma­­þjófurinn kannski best geymdur á hafs­­botni.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -