Fimmtudagur 12. desember, 2024
4.8 C
Reykjavik

Leikskólastarf gæti lamast eftir mánuð: „Jú, verkföll eru aldrei einhver aðgerð sem er vinsæl“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leikskólastarfsfólk í Hafnarfirði kýs nú um verkfallsboðun.; verði boðunin samþykkt hún væntanlega lama allt leikskólastarf í Hafnarfirði eftir um það bil mánuð, en þetta kom fram á RÚV.

Atkvæðagreiðsla um vinnustöðvunina félagsfólk Hlífar byrjaði á miðvikudaginn; lýkur á þriðjudaginn.

Frá Hafnarfirði.

Verði hún samþykkt munu hefjast tímabundin verkföll í tvo sólarhringa í öllum leikskólum bæjarins á tímabilinu 21. nóvember til 5. desember.

Formaður Hlífar, Eyþór Árnason, segir deiluna við Hafnarfjarðarbæ eigi snúast um laun:

„Hún snýst um kröfuna um undirbúningstíma. Við gerum kröfu um að fólkið okkar, sem sinnir faglegu starfi, fái tækifæri til að undirbúa sig eins og aðrir. Við gerum kröfu um að þegar ekki er hægt að sinna undirbúningi innan dagvinnumarka, til dæmis vegna undirmönnunar eða annars, þá hafi félagsfólk okkar tækifæri til að sinna undirbúningi í yfirvinnu. Og fái greitt samkvæmt því,“ segir formaðurinn Eyþór, sem bætir því að viðræður hafi staðið yfir við Hafnarfjarðarbæ í um það bil eitt og hálft ár; að gerð sé krafa um tveggja klukkustunda daglegan undirbúning:

„Það eru ekki allir sem fara í þennan undirbúning. Þetta eru hópar sem sinna faglegu starfi.“

- Auglýsing -

Eitthvað um 315 manns kæmu til með að leggja niður störf verði verkfall:

„Þetta eru 17 leikskólar þar sem starfsfólk er í Verkalýðsfélaginu Hlíf. Við erum að tala um fyrst í tvo daga hjá 3 leikskólum en strax í næstu viku þar á eftir þyngist framkvæmdin.“

Eyþór er spurður hvort þessar aðgerðir komi ekki fyrst og fremst niður á þeim fjölskyldum er eiga börn á þessum leikskólum:

- Auglýsing -

„Jú, verkföll eru aldrei einhver aðgerð sem er vinsæl. En þetta er aðferð sem við höfum ákveðið að gera til að knýja á um kröfur fyrir okkar félagsmenn.“

Og Eyþór er ekki bjartsýnn:

„Við vorum í viðræðum við Hafnarfjarðarbæ, þær báru ekki árangur. Við vísuðum deilunni til ríkissáttasemjara – þar varð lítil breyting.“

Kemur fram að hafi samningar eigi náðst fyrir 9. desember muni hefjast ótímabundin verkföll og Eyþór er spurður að því hvort það þýði að allt leikskólastarf í Hafnarfirði sé að fara að lamast eftir mánuð?

„Já, það þýðir það,“ sagði hann.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -