Laugardagur 12. október, 2024
-1.4 C
Reykjavik

Leita að stelpum til að leika frægar vinkonur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þjóðleikhúsið leitar nú að tveimur stúlkum á aldrinum átta til tólf ára til að fara með hlutverk napólísku vinkvennanna Elenu og Lilu í fyrirhugaðri uppsetningu leikhússins á Framúrskarandi vinkonu sem byggir á Napólísögum Elenu Ferrante. Bækurnar hafa selst í milljónum eintaka um allan heim, meðal annars í íslenskri þýðingu Brynju Cortes Andrésdóttur, og sjónvarpsþættir sem gerðir eru eftir sögunum hafa sömuleiðis vakið mikla athygli en þeir eru einmitt sýndir á RÚV um þessar mundir.

Unnur Ösp Stefánsdóttir og Vigdís Hrefna Pálsdóttir munu fara með hlutverk vinkvennanna á fullorðinsaldri en leitað er að stúlkum til að túlka hlutverk þeirra á barnsaldri. Áhugasamar stúlkur á þessum aldri geta sent inn umsókn í gegnum vef Þjóðleikhússins og í framhaldi af því verður hluta umsækjenda boðið í opnar prufur í Þjóðleikhúsinu. Skráningarfrestur er til og með 15. júní.

Leikstjóri sýningarinnar verður suður-afríski leikstjórinn Yael Farber og haft er eftir Magnúsi Geir Þórðarsyni, þjóðleikhússtjóra, á vefsíðu Þjóðleikhússins að í vændum sé mikil leikhúsveisla.

„Uppsetning Yael Farber á Framúrskarandi vinkonum verður án vafa mikil leikhúsveisla“, segir Magnús Geir Þórðarson Þjóðleikhússtjóri og bætir við: „Við erum ákaflega spennt að sviðsetja þetta verk sem hefur snert streng í hjörtum fólks um alla veröld. Það er leitun að bókaflokki sem hefur náð svo mikilli útbreiðslu á jafn skömmum tíma. Sagan er hjartnæm, grimm en einnig falleg og við getum varla beðið eftir því að hefja vinnu við verkið með leikstjóranum Yael Farber en hún er eftirsóttur leiksjóri um allan heim og við erum ákaflega þakklát að fá að njóta krafta hennar hér í Þjóðleikhúsinu.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -