- Auglýsing -
Lögreglan í Eyjum lýsir eftir Helga Ingimari Þórðarsyni. Síðast er vitað um ferðir hans í Herjólfsdal í nótt sem leið.
Helgi er 21 árs gamall, 192 sentimetrar á hæð; sást síðast klæddur í svartar buxur – svarta hettupeysu og í dökkgrænum jakka.
Þau sem vita um um ferðir Helga eru vinsamlegast beðin um að hafa samband við lögreglu í síma 112.
Leit hefur staðið yfir í allan morgun; búið er að ganga hamarinn í þrígang.
Vonir stóðu til þess að Helgi væri á svæðinu; ef ekkert fréttist til hans á næstunni verður farið í að undirbúa enn frekari aðgerðir.