Mánudagur 27. mars, 2023
0.8 C
Reykjavik

Afdrifaríkt Lekamál: Lögreglustjóri hrakinn úr starfi og Gísli Freyr dæmdur fyrir trúnaðarbrot

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Lekamálið vakti mikla athygli á árunum 2013 og 2014. Minnisblað sem innihélt bæði trúnaðarupplýsingar og ósannar sögusagnir um hælisleitandann Tony Omos var lekið af Gísla Frey Valdórssyni, aðstoðarmanni Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra.

Þann 20. nóvember árið 2013 birti Fréttablaðið trúnaðarupplýsingar um Tony Omos sem sneru að tengslum hans við þrjár konur, faðerni hans að ófæddu barni og aðild hans að mansali, allt var þetta byggt á upplýsingum sem Fréttablaðið höfðu fengið úr óformlegu minnisblaði úr ráðuneytinu.

Tony kom til Íslands frá Sviss árið 2011 sem flóttamaður og óskaði eftir hæli. Útlendingastofnun synjaði beiðni hans og stóð til að senda hann aftur til Sviss, mánuði eftir komu hans til landsins. Talsmaður hans kærði ákvörðun útlendingastofnunnar en í október 2013 staðfesti innanríkisráðuneytið að Tony fengi ekki hæli hér á landi. Þess vbar krafist að málinu yrði áfrýjað til dómstóla en Tony var sagður eiga von á barni með unnustu sinni sem einnig var flóttamaður. Ráðuneytið hafnaði þeirri kröfu og átti Tony að verða sendur úr landi þann 19. nóvember 2013. Íkjölfar þeirra ákvörðunnar fór hann í felur. Samtökin No Borders boðuðu til mótmæla fyrir utan innanríkisráðuneytið þar sem mótmælt var sundrun fjölskyldunnar frá Nígeríu.

Minnisblað um Tony Omos, sem tekið var saman af skrifstofustjóra í innanríkisráðuneytinu, var vistað á opnu drifi ráðuneytisins og sent á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra og aðstoðarmenn hennar ásamt ráðuneytisstjóra. Morguninn eftir birti Fréttablaðið innihald minnisblaðsins. Annar aðstoðarmaður Hönnu Birnu þvertók fyrir það að minnisblaðið kæmi úr ráðuneytinu. Í minnisblaðinu voru, ásamt hælisbeiðni Tony, fullyrðingar um að meint barnsmóðir hans hafi verið mannsalsfórnalamb og að Tony hefði neytt hana til þess að segja hann vera föður ófædds barns síns til að tryggja honum hæli. Barnsmóðirin sagði síðar í viðtölum að Tony hefði aldrei beitt hana neinum þrýstingi.

Innanríkisráðuneytið sendi frá sér yfirlýsingu þar sem greint var frá því að „ekkert bendi til þess að slík gögn hafi verið afhent frá embættismönnum innanríkisráðuneytisins og að upplýsingarnar gætu hafa borist fjölmiðlum frá mörgum stofnunum, embættum og einstaklingum.

Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður Hönnu Birnu, sagði í viðtali við fjölmiðla að möguleiki væri á því að óbreyttur starfsmaður ráðnuneytisins hafi lekið upplýsingunum en að skjalið sjálft væri ekki til í ráðuneytinu. Gísli var seinna ákærður fyrir brot á þagnaskyldu og sendi Hanna Birna þá frá sér yfirlýsingu:

- Auglýsing -

Rétt í þessu tilkynnti annar aðstoðarmaður minn, Gísli Freyr Valdórsson, mér að lögmaður hans hefði nú síðdegis fengið upplýsingar um að ríkissaksóknari hyggðist birta honum ákæru vegna kæru vegna meðferðar persónuupplýsinga um hæliseitenda.  

Þrátt fyrir að Gísli Freyr hafi ávallt haldið því fram gagnvart mér að hann sé með öllu saklaus af málinu og geri það enn, hef ég tekið þá ákvörðun að leysa hann nú þegar frá störfum á meðan málið er til meðferðar fyrir dómsstólum.    

Ég hef að auki óskað eftir því við forsætisráðherra að þau málefni sem undir mig heyra og hafa með dómsstóla og ákæruvald að gera færist til annars ráðherra í ríkisstjórn á meðan dómsmál á hendur Gísla Frey stendur yfir, enda tel ég mikilvægt að friður skapist um fjölmörg mikilvæg verkefni innanríkisráðuneytisins.

- Auglýsing -

Gísli Freyr játaði að lokum að hafa lekið trúnaðarupplýsingum eftir að rannsókn sýndi að hann hafi átt við skjalið sem innihéldu upplýsingarnar og var dæmdur til að greiða bæði Tony Omos og barnsmóður hans, Evelyn Glory Joseph, skaðabætur en að beiðni þeirra var fjárhæð bótanna haldið leyndri.

Forsíða DV

Önnur hlið þessa mál var að Hanna Birna kallaði Stefán Eiríkisson lögreglustjóra á sinn fund vegna rannsóknar lekamálsins. Stefán sagði af sér sem lögreglustjóri en ráðherrann hlaut fordæmingu margra vegna afskiptanna. Hanna Birna sagði loksins af sér eftir mikla gagnrýni almennings en neitaði fyrir að það tengdist lekamálinu. Hún hvarf úr stjórnmálum í framhaldinu og gegnir nú störfum á alþjóðavettvangi. Gísli Freyr starfaðik við almannatengsl um árabil en var í dag ráðinn fréttastjóri Morgunblaðsins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -