Miðvikudagur 4. desember, 2024
1.8 C
Reykjavik

Lena Dunham skrifar framhaldssögu í Vogue – lesendur ráða framvindunni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lena Dunham, sem varð heimsfræg á einni nóttu fyrir sjónvarpsþættina Girls, fetar nú í fótspor Charles Dickens, Dostojevskís og fleiri skáldjöfra með því að skrifa skáldsögu sem birtist sem framhaldssaga á vefsíðu tískutímaritsins Vouge. Verður birtur einn kafli sögunnar á dag og annan hvern dag endar kaflinn á spennandi augnabliki þar sem söguhetjan á um tvo kosti að velja og lesendum gefst kostur á að velja um það hvorn kostinn þeir vilja að hún taki.

Sagan heitir Verified Strangers og er nútíma ástarsaga sem gerist í Los Angeles og London. Fyrsti kaflinn birtist í dag og á morgun gefst lesendum sem sagt kostur á því að ákveða hvernig þriðji kaflinn þróast.

Söguhetjunni, Ally, lýsir Dunham svona: „Þrjátíu og tveggja ára, ólofuð og veltir sér upp úr hjartasári sem hefur verið mörg ár að gróa.“ Hún er líka háð stefnumótum en samkvæmt sögunni er ekki um auðugan garð að gresja í þeim málum í Los Angeles svo vinkona hennar stingur upp á að hún takmarki leitina að vænlegum kærustum við „ókunnuga sem staðfest er að eru í lagi“, sem sagt vini vina sinna sem mæli með þeim.

Hljómar ágætlega og örugglega margt vitlausara hægt að gera í félagslegu einangruninni en að hjálpa Lenu Dunham að ákveða söguþráð í skáldsögu, eða hvað?

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -