Lenya Rún Taha Karim, stúdent og frambjóðandi Pírata í síðustu Alþingiskosningum, skrifaði röð Twitterfærsla í dag þar sem hún gagnrýnir ákvörðun HÍ að ætla að halda staðpróf í lokaprófum, þrátt fyrir metfjölda smita í gær.
„200 smit í gær en það stendur ennþá til að hafa staðpróf í lokaprófum í HÍ. Enn ein prófatörnin þar sem öllum er drull um stúdenta í miðjum heimsfaraldri og hvort við lendum í sóttkví/einangrun í jólafríinu okkar. Smitin núna eru miklu fleiri en þau voru í jólaprófunum í fyrra.“
Í næstu færslu heimtar hún heimapróf aftur.
„Þessi óvissa meðal stúdenta um hvernig kennslu og prófum verður háttað á meðan fjöldi smita eru að slá met þrjá daga í röð er gjörsamlega fyrir neðan allar hellur og ég trúi því ekki að við þurfum að standa í þessu kjaftæði AFTUR. Heimapróf og staðið/fallið aftur takk.“
Lenya Rún hnýtir svo í stjórnvöld í lokafærslunni og talar um andlega heilsu stúdenta.
„Og ef það á að herða aðgerðir skuluð þið gjöra svo vel að gera það almennilega og taka hagsmuni stúdenta með inn í reikninginn. Andleg heilsa stúdenta hefur farið niður á við í heimsfaraldrinum, það minnsta sem hægt er að gera er að létta áhyggjum okkar af lokaprófum.“
200 smit í gær en það stendur ennþá til að hafa staðpróf í lokaprófum í HÍ. Enn ein prófatörnin þar sem öllum er drull um stúdenta í miðjum heimsfaraldri og hvort við lendum í sóttkví/einangrun í jólafríinu okkar. Smitin núna eru miklu fleiri en þau voru í jólaprófunum í fyrra.
— Lenya Rún (@Lenyarun) November 11, 2021