• Orðrómur

Leoncie sendir Sölva stuðningskveðju – Catalina á leið til landsins

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Athafnakonan Catalina Mikue Ncogo, áður kennd við tískuvöruverslunina Miss Miss, virðist vera á leiðinni til Íslands í bardagaham. Í dag birti hún mynd af íslenska vegabréfinu sínu á Instagram reikningi sínum með eftirfarandi texta:

„Það er kominn tími á að berjast fyrir rétti sínum.“

Catalina birti þessa mynd sem skilaboð um að hún sé mögulega væntanlega t il landsins.

Bardaginn sem hún vísar til er líklega barátta sem hún hefur hótað Sölva Tryggvasyni fjölmiðlamanni. Hún hefur hótað Sölva og kallað hann lygara í tengslum við Sölvamálið svokallaða sem Mannlíf opnaði upp á gátt. Hún hefur fullyrt að hún sé með viðkvæm gögn um Sölva í höndunum og spurningin er hvort hún sé nú á leiðinni með þau til landsins. „Ég mun dreifa öllu,“ hefur athafnakona fullyrt ásamt því að viðurkenna að hún sé konan sem hótaði Sölva mannorðsmissi.

- Auglýsing -

Frá því að Sölvi birti hinn umdeilda hljóðvarpsþátt sinn með málsvörn sinni vekur athygli að fylgjendum hans hefur fjölgað um 1.400 Íslendinga á Instagram-reikningi samfélagsmiðlastjörnunnar. Þá hafa ríflega 1.300 lækað við færslu hans á Facebook þar sem hann opnaði sig um kjaftasögurnar í fyrsta sinn. Þar hafa yfir 300 ummæli borist, flest Sölva til stuðnings. Indverska prinsessan Leoncie er einn stuðningsaðilanna sem sendi fjölmiðlamanninum stuðningsyfirlýsingu nýverið.

„Sæll Sölvi… Þegar ég neitaði nýlega að hafa viðtal við þig, er vegna þess að Ógeðslegír Geðveikir blaðamanna hundar og Tíkur, dópista lið, og útvarpsmenn hafa gert aðsug og árasir á mig fyrir mörg ár, í von að brjóta mig niður og hlægja eins og sifjaspells fiklar og Hrægammar sem þau eru. Ég er Mjög Trúuð og Öguð manneskja og leyfir þessum skepnum ekki ap brjóta mig niður. Það er AÐALATRIÐIÐ hjá þessum Geðsjukum Hrægömmum að láta fólk sem eru Áberandi eða Framúrskarandi í þjóðfélaginu að liða illa,“ segir Leoncie og heldur áfram:

„Það er ekki gott að vera fórnarlamb af Kynferðislega klikkuðum mönnum eins og Þeim. Svo segi ég ..Vertu Velkominn í klubbinn að vera hataður af Öfundsjukum Geðsjukum Blaðamanna Fiklum sem gera árásir á fólk að ástæðulausu. Við hjónin skiljum þig mjög vel og óska til þess að Jörðin opnist og gleypir þessa racista andskotar í Sinkhole meðan þau sofa. Don´t let the sluts get to you.Good Riddance of Ugly Bad Rubbish people. Bestu Kveðjur….Leoncie.“

- Auglýsing -

Styrktaraðilar hljóðvarpsþáttarins Podcast með Sölva Tryggva eru ekki komnir svo langt að þeir séu farnir að huga að því að enda samstarf sitt með Sölva, að því er virðist.

Svavar Jóhannsson, framkvæmdastjóri og eigandi Fitness Sport, sem er einn af styrktaraðilum hlaðvarpsþáttarins sagði það ekki vera þeirra að dæma í þessu máli. „Við ætlum okkur ekki að taka afstöðu í neinu, heldur látum þetta fara sína leið.“ En þetta sagði Svavar í samtali við Mannlíf, þegar hann var inntur eftir því hvort fyrirtækið hefði enduríhugað það að styrkja Podcast með Sölva Tryggva, í ljósi þeirra atburða sem hafa átt sér stað undanfarna daga.

Ingibjörg Sveinsdóttir sem sér um mannauðs- og markaðsmál Fjarðarkaupa, sagði að ekkert samtal væri búið að eiga sér stað um það, „Við erum ekki komin svo langt.“

- Auglýsing -

Veitingastaðurinn Narfeyrarstofa styrkir einnig þáttinn, en eigendur staðarins vildu ekki tjá sig um málið. Ekki náðist í aðra styrktaraðila hlaðvarpsþáttarins. En auk þessara þriggja styrkja Arion banki, Ölgerðin og Promennt þáttinn

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -