Léttust um rúm 140 kíló og kynlífið er allt annað

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Reddit-notandinn apparition88 birti mynd af sér og konu sinni á samfélagsmiðlinum og sagði frá því að þau hefðu saman misst rúm 140 kíló frá því fyrri myndin var tekin og þar til síðari var fönguð á filmu.

Það leið ekki langur tími þar til hann var spurður að því hvernig kynlífið væri eftir að þau léttust svona mikið, og spurði annar Reddit-notandi hvort það væri ekki hundrað sinnum betra.

„Kynlífið var hræðilegt áður,“ skrifar apparition88 og vísar í samlífið þegar fyrri myndin var tekin og hjónin aðeins þyngri.

„Við reyndum (Við vorum í brúðkaupsferðinni okkar á fyrri myndinni). Þetta er meira en nótt og dagur. Það er eins og við séum að læra aftur á líkama okkar (ég hef aldrei verið í heilbrigðri þyngd),“ skrifar hann.

Aðrir notendur á samfélagsmiðlinum hafa skrifað athugasemdir við myndina og hafa deilt sinni persónulegu reynslu og hvernig kynlífið hefur breyst. Flestir eru sammála um að kílóamissir hafi haft jákvæð áhrif á stundirnar í svefnherberginu.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira