Fimmtudagur 25. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Leyfi lögreglu til þess að veita fólki eftirför: „Heimildir lögreglu eru í dag mjög takmarkaðar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Töluvert miklar breytingar gætu átt sér stað hjá lögreglunni en Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra kynnir tillögur um aukinni heimild lögreglu að fylgjast með fólki.
„Heimildir lögreglu eru í dag mjög takmarkaðar, þær miðast við að grunur sé um ákveðið brot. Þannig að þegar upplýsingar koma frá erlendum lögregluyfirvöldum um að hingað sé að koma fólk sem sé undir eftirliti þar, þá eru hendur lögreglunnar hér bundnar. Það sama á við um upplýsingagjöf okkar til erlendra yfirvalda,“ sagði Jón og bætir við að aukin heimild til þess að afla persónuupplýsinga sé leið til þess að bregðast við ákalli vegna aukinnar skipulagðrar brotastarfsemi á Íslandi. Fréttablaðið fjallaði fyrst um málið í morgun en drög að frumvarpinu má lesa á samráðsgátt stjórnvalda.

Lögregla myndi með þessum tillögum hafa heimild til þess að fylgjast með fólki með eftirlitsmyndavélum, taka af því myndir, afla persónuupplýsinga og veita því eftirför án þess þó að það sé grunað um afbrot. Með frumvarpinu sé ríkislögreglustjóra falið það verkefni að koma á legg rannsóknarlögregludeild og greiningardeild sem hafi það hlutverk að koma í veg fyrir bæði landráð og brot gegn stjórnskipan ríkisins. Þá sé einnig haft eftirlit með einstaklingum sem gæti stafað hætta af.

Gangi frumvarpið eftir og verði að lögum hefur lögregla heimild til þess að nýta allar upplýsingar sem hún aflar og býr yfir við almenn löggæslustörf.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -