Miðvikudagur 22. júní, 2022
7.8 C
Reykjavik

Ólafur lögmaður hafði milligöngu en sver Róbert Wessman af sér: „U, það kemur þér bara ekkert við“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Í yfirlýsingu sem birtist í gærkvöldi á mbl.is segir Róbert Wessman fagna því að innbrotið á skrifstofu Mannlífs hafi verið upplýst. Þá segir hann að lögmaðurinn Ólafur Kristinsson hafi um árabil unnið ýmis verkefni fyrir hann, meðal annars laga­lega ráðgjöf og grein­ingar er lúta að fjöl­miðlum. Segir hann Ólaf hafa gert sex mánaða samning við Kristjón Kormák vegna reynslu hans í fjölmiðlum en hafi sá samningur runnið út í nóvember, eftir bestu vitund hans.

Í samtali við Mannlíf þann 24. febrúar síðastliðinn sagði Ólafur að samskipti hans við Kristjón Kormák tengdust Róberti ekki á nokkurn hátt en stingur það í stúf við yfirlýsingu Róberts. Í upphafi samtalsins þvertók Ólafur fyrir að hafa átt í samskiptum við Kristjón Kormák en stuttu síðar játaði hann hafa greitt honum fyrir vinnu, algjörlega ótengda Róberti. Síðustu samskipti milli hans og Kristjóns hafa verið í september á síðasta ári, að hans sögn.

Blaðamaður: „Þannig að þú hefur ekkert millifært eða sett peninga inn í fyrirtækið 24 eða til Kristjóns?“

Ólafur: „Nei, fyrir 6 mánuðum fékk ég, var hann aðeins að aðstoða mig og hann var ráðgjafi hjá mér í smá tíma“

Blaðamaður: „Þannig að þú lagðir inn á hann pening þá?“

Ólafur: „Já fyrir hálfu ári síðan sko, þá var hann aðeins að vinna smá fyrir mig“

- Auglýsing -

Blaðamaður: „Okei, og hvernig var hann að vinna fyrir þig þá?“

Ólafur: „Bara ráðgjöf“

Blaðamaður: „Ráðgjöf? Í hverju?“

- Auglýsing -

Ólafur: „U, það kemur þér bara ekkert við“

Blaðamaður: „Okei þannig þetta er ekkert í tengslum við Wessman?“

Ólafur: „Nei, ekki neitt“

Blaðamaður: „Okei þannig að penningasamskiptin eða peningar sem þú hefur lagt inn á Kristjón eða í fjölmiðilinn 24, það tengist Róberti Wessman ekki neitt?“

Ólafur: „Ekki rassgat“

Ólafur sagði loks að verkefnið sem hann hefði greitt Kristjóni fyrir væri vegna fyrirtækis sem hann væri að stofna en það væri einnig ótengt Róberti. Kvaðst hann ætla að láta blaðamann vita um leið og fyrirtækið hans væri komið í loftið.

Blaðamaður: „Er það(fyrirtækið) einhvað tengt Róberti Wessmann?“

Ólafur: „Það er ekkert tengt neitt Róberti Wessman og ég er ekki tengdur neitt með Róbert Wessman í þessu máli sko“

Blaðamaður: „En ertu einhvað tengdur við hann að öðru leyti?“

Ólafur: „Nei, og ég hef ekki hitt Róbert í mörg, mörg, mörg, mörg, mörg, mörg, mörg, mörg ár“.

Ólafur segir undir lok samtalsins að verkefnið sé algjört leyndarmál. Róbert hefur nú upplýst að Ólafur starfaði fyrir hann og hefur gert í 10 ár.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -