Miðvikudagur 27. mars, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Leyniskyttur á húsþökum í Borgartúni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mike Pence ásamt fylgdarliði er mættur til Íslands og gríðarlegur viðbúnaður er við Höfða og nágrenni í tilefni þess.

 

Mikill viðbúnaður er við Höfða vegna heimsóknar Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til Íslands. Leyniskyttur eru uppi á húsþökum í Borgartúni og þyrla Landhelgisgæslunnar er á sveimi yfir Höfða svo dæmi séu tekin. Þá er tímabundið bann við drónaflugi yfir Höfða í Borgartúni og nágrenni til klukkan 17 í dag.

Jón Bjart­marz yf­ir­lög­regluþjónn hjá embætti rík­is­lög­reglu­stjóra segir í samtali við mbl.is að örygg­is­ráðstaf­an­ir sem ráðist hef­ur verið í vegna heimsóknar Pence séu í „efstu stærðargráðu“.

Þess má geta að lokað verður fyrir alla umferð á hluta Sæbrautar á milli Kringlumýrarbrautar og Snorrabrautar frá hádegi til síðdegis í dag vegna heimsóknar Pence og því má búast við umferðartöfum á höfuðborgarsvæðinu.

Sjá einnig: Advania flaggar regnbogafánum í tilefni heimsóknar Mike Pence

- Auglýsing -

Sjá einnig: „Partí með Pence“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -