2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Leyniupptaka af varakanslara Austurríkis lofandi greiðum í stað fjármagns varð ríkisstjórninni að falli

Leyniupptaka af Heinz-Christian Strachce, fyrrverandi varakanslara Austurríkis og leiðtoga Frelsisflokksins, varð ríkisstjórn landsins að falli. Strachce sagði af sér og kanslari landsins féll á vantrausti. Á upptökunni sést Strachce reyna semja við konu, sem hann taldi frænku rússneska auðmannsins Igor Makarov, um opinbera samninga í staðinn fyrir fjármagn og jákvæða umfjöllun í fjölmiðlum.

Vantraustillagana var samþykkt síðastliðinn mánudag. Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis var þá þegar vikið úr ráðherrastól. Vantraustið kom eftir að þúsundir höfðu mótmælt á götum Vínar og kallað eftir að kosið verði á ný. Ríkisstjórn Frelsisflokksins og Lýðflokksins var mynduð í lok árs 2017. Frelsisflokkurinn, flokkur Heinz-Christian Strach á rætur sínar að rekja til nasisma. Flokkurinn var stofnaður árið 1956.

Í myndbandsupptökunni sést Strache ræða við konuna um mögulegt samstarf við flokkinn. Konan sagðist hafa aðgang að um 250 milljón evra til að fjárfesta en sú fjárhæð mætti ekki fara í gegnum banka. Varakanslarinn ræddi við hana um það hvernig hægt væri að koma fjármunum til flokksins með leiðum sem færu fram hjá opinberu eftirliti. Hann lagði til að kaup á helmingshlut í blaðinu Kronen Zeitung, sem er eitt af stærsta blað Austurríkis. Þannig mætti stjórna umfjöllun um Frelsisflokkinn. Í staðinn lagði hann til að stofnað yrði verktakafyrirtæki sem fengi opinbera samninga.

Forseti Austurríkis, Alexander Van der Bellen, útnefndi bráðabirgðaríkisstjórn í embætti á þriðjudaginn. Stjórnin er leidd af núverandi varakanslara, Hartwig Löger. Þá hefur verið boðað til kosninga í september.

Þetta er í fyrsta sinn eftir síðari heimsstyrjöldina sem að kanslari Austurríkis fær á sig vantrauststillögu. Kanslari er oddviti ríkisstjórnar og æðsta vald fyrir utan forsetann. Þegar Kurz var kosinn árið 2017 varð hann að yngsta leiðtoga ríkisstjórnar í heimi, þá einungis 31 ára.

AUGLÝSING


Þrátt fyrir afsögnina og hneykslismálið dó Strache ekki ráðalaus. Hann er nú þingmaður á Evrópuþinginu. Strache var neðarlega á lista Frelsisflokksins í kosningunum. Svo neðarlega að ólíklegt var að hann yrði kosinn. Í Austurríki geta kjósendur þó haft áhrif á röðun framboðslista og samkvæmt Politico Europe. Strache hlaut 35.000 atkvæði og flaut því upp listann. Þrátt fyrir hneykslið náði Frelsisflokkurinn ágætum árangri í kosningunum og hlaut um 17% atkvæða.

Kanslarinn fyrrverandi  Kurz hefur samkvæmt Financial Times hafið baráttu fyir endurkomu í september þegar kosið verður á ný.

Rússneski auðjöfurinn Igor Makarov er stjórnarformaður Itera International Group, eiganda Itera olíufyrirtækisins. Auður hans er talinn um þrír milljarðar Bandaríkjadollara.

Austurríki er mið-Evrópu ríki þar sem búa tæplega 8,8 milljónir manna. Landið skiptist í níu sambandsríki. Vínarborg er höfuðborg Austurríkis og eitt af níu ríkjunum.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is