Miðvikudagur 29. júní, 2022
14.8 C
Reykjavik

Líf og fjör í Ikea á sprengidaginn: „Æðislegt að sjá allan þennan fjölda eftir afléttinguna“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Líf og fjör er í verslunum á Íslandi þessa dagana enda skemmtilegustu dagar ársins að marga mati, að ná hámarki í dag. Íslendingar tróður sig út af dýrindis bollum á mánudaginn og sprengdu sig algjörlega í gær á sprengidaginn og í dag þverfótar ekki í verslunarkjörnum fyrir allskyns kynjaverum og karakterum enda öskudagur.

Blaðamaður Mannlífs var á kreiki í Ikea í gær og hitti þar fyrir þær Birnu M. Bogadóttur, sölu- og viðskiptastjóra og Kristínu Lind Steingrímsdóttur, markaðsstjóra sem voru í óðaönn að skenkja baunasúpu í skálar fyrir viðskiptavini en gríðarlegur fjöldi hafði verið í húsinu allan daginn, sögðu þær. „Það er búið að vera nóg að gera. Það er æðislegt að sjá allan þennan fjölda eftir afléttinguna,“ sagði Birna glöð í bragði.

Birna og Kristín stóðu súpuvaktina með glans  Ljósmynd: Björgvin Gunnarsson

Í dag er sjálfsagt líf og fjör í Ikea eins og í öðrum verslunum en hefð hefur verið fyrir því lengi að starfsfólk Ikea keppi sín á milli í búningakeppni á öskudeginum. Ekki veit blaðamaður hvort sú hefði sé enn við líði en vonar það innilega enda skemmtilegt fyrir bæði starfsfólk og viðskiptavini.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -