Þriðjudagur 23. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Liggja í líkpokum við rússneska sendiráðið á afmælisdegi Pútíns: „Ég mun aldrei þegja“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mikil mótmæli standa nú yfir við Rússneska sendiráðið í Reykjavík og er blaðamaður Mannlífs, Björgvin Gunnarsson, á vettvangi. Forseti Rússlands, Vladimir Putin, heldur upp á sjötugsafmæli sitt í dag og hefur fólksfjöldinn við sendiráðið vakið mikla athygli.

Mynd frá vettvangi: Flugmiði Pútíns

„Ég er að mótmæla vegna þess að ég er á móti ofbeldi sem Vladimir Putin beitir Úkraínumenn. Ég er einnig á móti ofbeldi sem hann beitir sína eigin borgara. Þeir segja að við höfum misst 6 þúsund manns í Úkraínu, sem er lygi, því við höfum misst mun fleiri hermenn og almenna borgara. Núna er ég í frjálsu landi og þessvegna mótmæli ég. Í Rússlandi má ég ekki mótmæli,“ sagði Maria, sem var viðstödd mótmælin í dag. Maria sem er rússnesk, segist hafa flúið land sitt en hún ætli sér ekki að sitja hjá meðan bæði Rússland og Úkraína þjást.

Mynd frá vettvangi – Maria
Mynd frá vettvangi: Fólk liggur í pokum við sendiráðið

„Ég mun aldrei þegja. Að sitja hjá og segja ekkert er rangt. Rússar þora ekki að mótmæla vegna þess að þeir eru í hættu ef þeir gera það. Fyrir mótmæli eru þeir sendir í herinn, látnir borga háar upphæðir, eða sendir í fangelsi í áraraðir.,“ segir Maria að lokum. Að sögn blaðamanns Mannlífs á vettvangi er fólk reitt og vonsvikið en þrátt fyrir það sé samstaðan mikil.

Mynd frá vettvangi

Að sögn blaðamanns heldur fólk hér á Rússneska fánanum þar sem rauða litinn vantar. Þau segja rauðann nú tákna blóð og hafa því fjarlægt hann. Eftir stendur hvítur og blár.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -