Lík Instagram-stjörnu fannst ofan í ferðatösku

Deila

- Auglýsing -

Lík rússnesku Instagram-stjörnunnar Ekaterinu Karaglanovu fannst ofan í ferðatösku á heimili hennar í Moskvu.

Karaglanova er einn af kunnari áhrifavöldum Moskvu-borgar með um 85 þúsund fylgjendur á Instagram. Hún vakti athygli fyrir útlit sitt sem þótti um margt svipa til Audrey Hepburn en hún var líka skarpgrein og hafði nýverið útskrifast sem læknir.

Karaglanova hefði átt 24 ára afmæli í dag, 30. júní, og ætlaði hún að halda upp á áfangann í Amsterdam með nýjum kærasta sínum. Þegar foreldrar hennar höfðu ekki heyrt frá henni í nokkra daga urðu þeir áhyggjufullir og höfðu samband við leigusala hennar til að komast inn í íbúð hennar. Þar fundu þau lík dóttur sinnar sem hafði verið komið fyrir í tösku á ganginum. Hún hafði verið skorin á háls.

Samkvæmt frétt BBC fannst ekkert morðvopn á staðnum. Öryggismyndavélar í byggingunni sína að fyrrverandi kærasti Karaglanovu hafði sést ganga þar inn, en ekki kemur fram hvort hann sé grunaður í málinu.

https://www.instagram.com/p/BskfpeZB58E/?utm_source=ig_web_copy_link

- Advertisement -

Athugasemdir