Eldur kom upp í húsnæði í hverfi 108 í gærkvöldi. Eldsupptök eru talin vera út frá þvottavél en ekki kemur fram í dagbók lögreglu hvað varð eldinum að bráð. Síðar um kvöldið barst lögreglu tilkynning um þjófnað úr bifreið í hverfi 103. Eigandi bílsins hafði gleymt að læsa honum og nýtti þjófur sér tækifærði og stal meðal annars fartölvu úr bifreiðinni.
Í miðbænum var brotin rúða í nótt. Nærri vettvangi hafði lögregla afskipti af manni sem viðurkenndi að hafa brotið rúðuna. Í Breiðholti handtók lögregla mann í kjölfar líkamsárásar. Ekki er vitað um áverka þolanda en gerandinn var látinn gista bak við lás og slá. Í Kópavogi varð umferðarslys þar sem tvær bifreiðar skullu saman. Annar ökumaðurinn var handtekinn, grunaður um akstur undir áhrifum áfengis.