Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar þessa stundina við grjótgarðinn við Eiðsgranda eftir líkfund, en Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á lögreglustöð 1 og Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild, hafa staðfest þetta.
Í samtali við Fréttablaðið sagði Jóhann: „Þetta er líkfundur.“
Eðlilega getur hann ekki geta svarað fyrir um hvort um sé að ræða konu eða karl eða á hvaða aldri viðkomandi var.
Eins og staðan er núna er málið er til rannsóknar hjá Miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Rétt áðan var líkbíll var á svæðinu; var líkið fært af vettvangi, en lögreglan er enn á Eiðsgrandanum við rannsóknir.
Lögreglan sendi frá sér yfirlýsingu um líkfundinn:
„Á öðrum tímanum eftir hádegi í dag barst tilkynning til lögreglu um líkfund í fjörunni norðan Eiðsgranda í Reykjavík. Rannsókn málsins er á frumstigi og ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.“