Föstudagur 19. apríl, 2024
1.8 C
Reykjavik

Lilja Alfreðsdóttir trúir á fyrirgefninguna: „Ég lenti á vegg og þarf að fást við það“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég lenti á vegg. Maður þarf þá að fást við það,“ segir Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra sem var frá vinnu í nokkra mánuði fyrr á þessu ári. Hún tók sér stutt veikindaleyfi og nýtti svo sumarið til að byggja sig upp. „Svo heldur maður áfram og þarf að vinna úr því. Ég er með alveg frábært fólk í kringum mig sem hefur stutt mjög vel við bakið á mér í þessu og svo heldur maður áfram.“

Lilja mætti í hlaðvarpið Mannlífið með Reyni Traustasyni þar sem hún lýsti baráttu sinni af einlægni.

Álagið er oft mikið tengt vinnunni og aðspurð hvort Lilja gleymi þá sjálfri sér segir hún að það megi segja það. Er erfitt að segja frá því að hún hafi lent á vegg? „Það er það sem gerðist og þá verður maður bara að fara yfir það.“

Lilja segist vera klár í slaginn í dag og gefur hún sér í dag tíma til að hlaupa og stunda útivist en hún segir að fyrstu þrjú árin í pólitík hafi hún gefið sig 150 prósent að vinnunni.

Ég lenti á vegg. Maður þarf þá að fást við það.

Annað áfall reið yfir í fyrravor þegar faðir Lilju, Alfreð Þorsteinsson, lést. Þau feðgin voru náin. Hann var um tíma meðal annars stjórnaraformaður Orkuveitu Reykjavíkur á miklum uppbyggingartíma fyrirtækisins og hann var borgarfulltrúi um tíma. Á sínum yngri árum æfði og keppti Alfreð í knattspyrnu með Fram og þjálfaði síðar yngri flokka félagsins. Hann var formaður Fram í nokkur ár og sat í stjórn ÍSÍ um tíma. Þá var hann einn af heiðursfélögum Fram og ÍSÍ.

„Við vorum mjög náin og töluðum mikið saman þannig að hann var mér mikil fyrirmynd og er mér mikil fyrirmynd. Sérstaklega fannst mér merkileg öll hans þátttaka í íþróttahreyfingunni. Eitt það skemmtilegasta sem hann sagði mér frá var þegar hann var að þjálfa stráka á gamla Framvellinum, hvernig það var allt og hvernig aðstæður voru allt aðrar. Þá var það þannig að þjálfarinn var að útvega takkaskó og smyrja nesti og þetta voru allt öðruvísi aðstæður þá en eru í dag.“

- Auglýsing -

Lilja segir að hún hafi ekki orðið fyrir teljandi áreiti fyrir að vera dóttir Alfreðs. „Auðvitað voru einhverjar athugasemdir sums staðar en mjög jákvætt og hlýtt viðmót sem maður fékk alls staðar. Það er gaman enn þann dag í dag þegar ég hitti eldri menn sem hann var að þjálfa þegar þeir voru ungir og eru að segja hvernig hann var að hvetja þá áfram og hvað hann var mikill þjálfari í sér.“

Auðvitað voru einhverjar athugasemdir sums staðar en mjög jákvætt og hlýtt viðmót sem maður fékk alls staðar.

Klausturmálið svokallaða vakti mikla athygli en það var þegar nokkrir þingmenn baktöluðu aðra og fóru niðrandi orðum um hópa fólks og var samtal þeirra tekið upp án þeirrar vitneskju. Um var að ræða mörg lítilsvirðandi ummæli gagnvart konum, samkynhneigðum og fötluðum sem og aðra þingmenn. Lilja var ein þeirra sem ráðist var á með þessum hætti. „Who the fuck is that bitch?“ sagði einn þingmannanna um Lilju og annar sagði „Fuck that bitch.“

„Manni var auðvitað mjög brugðið og þetta var í öllum fjölmiðlum.“ Þegar Lilja er spurð hvernig henni hafi gengið að fást við þetta og hvort hún hafi komist fljótlega yfir þetta segir hún: „Þeir báðust afsökunar. Svo tekur auðvitað ákveðinn tíma að komast yfir svona hluti og svo er það bara gert og maður heldur áfram.“

- Auglýsing -

Er Lilja búin að fyrirgefa þeim?

„Ég trúi á fyrirgefninguna.“ Er hægt að fyrirgefa svona hluti? „Maður verður alltaf að leita einhverra leiða til að komast yfir ákveðin mál. Það verður eiginlega að vera þannig. Maður verður að vera bjartsýnn og halda áfram.“

Þeir báðust afsökunar. Svo tekur auðvitað ákveðinn tíma að komast yfir svona hluti og svo er það bara gert og maður heldur áfram.

 

 

 

Ítarlegt viðtal er við Lilju í Mannlífinu með Reyni Traustasyni.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -