Föstudagur 20. maí, 2022
12.8 C
Reykjavik

Lilja Dögg Alfreðsdóttir: „Hætta að það verði tvær þjóðir í þessu landi“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Lilja Dögg Alfreðsdóttir ráðherra menningarmála segir áríðandi að tryggja innflytjendum íslenskukennslu og öll börn þurfa að geta rætt við snjalltæki á íslensku:

„Það eru að eiga sér stað breytingar á samfélögum hér og alls staðar. Það er að segja þetta mikla aðgengi að ensku alls staðar.“

Bætir við:

„Tölvuspilin, YouTube og allt þetta hefur auðvitað áhrif á málþroska og orðaforða. Börn eru að tala við Siri og spyrja um allskonar hluti gegnum símann sinn. Þetta þurfum við að geta gert á íslensku til að varðveita tungumálið.“

Ráðherrann segir áríðandi að tryggja börnum innflytjenda íslenskukennslu, strax á leikskólaaldri:

„Það er þannig að ef við hugsum ekki um þetta og gerum þetta vel er sú hætta að það verði tvær þjóðir í þessu landi. Annars vegar þeir sem eru mjög góðir í íslensku og eiga til að mynda íslenska foreldra og svo hinir sem fengu ekki tækifæri með þessu tungumáli í þessu landi þar sem þau búa.“

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -