Þriðjudagur 28. mars, 2023
2.8 C
Reykjavik

Lilja Dögg: „Lagt til að starfslaunum listamanna verði fjölgað“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar og viðskiptaráðherra, hefur mælt fyrir frumvarpi um tímabundna fjölgun starfslauna til handa sviðslistafólki og tónlistarflytjendum. Nánar tiltekið er um að ræða, breytingu á lögum um listamannalaun, nr. 53/2009.

Með frumvarpinu er lagt til að starfslaunum listamanna í gegnum launasjóð sviðslistafólks verði fjölgað um 50 og þau viðbótarmánaðarlaun sérstaklega skilyrt ungu sviðslistafólki undir 35 ára aldri. Svipað er uppi á teningnum fyrir launasjóð tónlistarflytjenda sem fær 150 viðbótarmánaðarlaun til úthlutunar. Þar af verða 50 sérstaklega skilyrt ungu tónlistarfólki undir 35 ára.

Þá mun Sviðslistasjóður fá aukið fjármagn sem nemur 50 m.kr., en Sviðslistasjóður er verkefnasjóður sem styður við uppsetningu og starfsemi sviðslistaverka.

„Listalíf er hverri þjóð gríðarlega mikilvægt og styrkir til listamanna eru í mörgum tilvikum alger forsenda þess að gróskumikið listalíf geti þrifist og dafnað,“ sagði ráðherra, en frumvarpið er lagt fram sem hluti af viðspyrnuaðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna COVID-19 heimsfaraldursins.

„Listsköpun er gríðarlega mikilvæg fyrir þjóðina og mikilvægt að ríkisvaldið styðji við hana með myndarlegum hætti. Það á sérstaklega við nú þegar menningargeirinn er að taka við sér eftir afleitan tíma undanfarið. Með þessari breytingu erum við feta okkur inn á nýjar og spennandi slóðir og styðja markvisst við listsköpun á ólíkum aldursbilum.“

Heimsfaraldur kórónuveiru hefur haft afar mikil og neikvæð áhrif á hagkerfið og einstaka atvinnugreinar, en samkvæmt tölum Hagstofunnar dróst landsframleiðsla saman um 6,5% á árinu 2020. Samdráttur í verðmætasköpun í menningargeiranum, sérstaklega þeim greinum hans sem byggja tekjuöflun sína að mestu á viðburðahaldi, var gríðarlegur. Þannig voru greiðslur til rétthafa í tónlist vegna tónleikahalds á árinu 2021 t.a.m. 87% lægri en samsvarandi tekjur árið 2019.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -