Gunnlaugur Helgason – sem allir þekkja sem Gulla Helga – hefur nú sagt upp sínu starfi í morgunútvarpi Bylgjunnar – Bítinu, en þetta kemur fram á eirikurjonsson.is.

Kemur fram að Gulli ætli að snúa og hlúa sér meira að fjölskyldu sinni; einnig sjónvarpsvinnu er hann hefur unnið samhliða starfinu í Bítinu; þar hefur kappinn verið í um áratug með öðrum reynslubolta, Heimi Karlssyni.

Eiríkur segir að talið sé að Þórhallur Gunnarsson dagskrárstjóri Sýnar, sé kominn með arftaka; Þórhalli mun hugnast mjög vel að fá leikkonuna og fjölmiðlamanneskjuna fjölhæfu, Lilju Katrínu Gunnarsdóttur; en hún hefur staðið sig með miklum sóma í þættinum Reykjavík síðdegis.