• Orðrómur

Lily Aldridge svarar gagnrýninni: „Ég elska tennurnar mínar“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Fyrirsætan Lily Aldridge segir frá því í nýju myndbandi sem hún birtir á YouTube-síðu sinni að hún hafi margoft fengið gagnrýni fyrir tennur sínar. En hún hefur engan áhuga á að láta breyta þeim.

„Tennurnar mínar eru ekki fullkomnar en það er mitt val, ég elska tennurnar mínar,“ segir Aldridge í myndbandinu þar sem hún ræðir fyrirsætubransann sem hefur oft verið lýst sem hörðum þar sem óvægin útlistsgagnrýni ræður ríkjum.

„Mig langar bara að segja það opinberlega. Ég hef valið að halda þessum fallegu tönnum, ég elska þær og það er í lagi mín vegna að þær séu ekki fullkomnar,“ útskýrir hún. Hún segir margt fólk hafa gagnrýnt tennur hennar og spurt af hverju hún láti ekki laga þær. Hún segir fólk þá vera ófeimið að gagnrýna hana á samfélagsmiðlum.

- Auglýsing -

„Ég er 34 ára. Ef ég hefði áhuga á að láta laga tennurnar mínar þá myndi ég gera það,“ segir Aldridge. Í myndbandinu bætir hún við að hún geti ekki ímyndað sér sig með „fullkomnar“ tennur þar sem hennar tennur séu hluti af því sem einkenni hana.

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Bólótt húð – hvað er til ráða?

Til að viðhalda fallegri og heilbrigðri húð er nauðsynlegt að hugsa vel um hana og nota snyrtivörur...

Þurfa að fresta flestum andlitsmeðferðum

Snyrtifræðingar, hárgreiðslufólk, nuddarar og annað fólk sem starfar í mikilli nálægð við viðskiptavini sína hefur þurft að...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -