Þriðjudagur 27. september, 2022
5.8 C
Reykjavik

„Í hjarta mínu kemur hann til baka“ – Lína eiginkona John Snorra gefst ekki upp:

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Lína Móey, eiginkona Johns Snorra Sigurjónssonar fjallgöngugarps, bindur enn vonir um að hann finnist á lífi. John Snorri týndist á hinu mannskæða fjalli K2 síðastliðinn föstudag. Því miður eru taldar litlar líkur á því að hann finnist á lífi, en allt að 75 stiga frost hefur mælst á svæðinu síðustu daga. Leitin hefur hingað til engan árángur borið.

Lína segir í Facebook-færslu að hún bindi enn vonir um kraftaverk. „Enn stendur yfir leitar og björgun á ástinni minni. Í hjarta mínu er hann kraftaverk og kemur hann til baka. Ég er ekki búin að gefast upp og veit að það er enn svigrúm fyrir kraftaverk því vikan er ekki liðin, búðirnar hans munu standa til laugardags,“ segir Lína og deilir mynd úr giftingu þeirra tveggja.

Hún segir að þeir sem þekkja John Snorra vita að hann hafi ótrúlegan styrk. „Þeir sem þekkja John Snorri Sigurjónsson vita yfir hvaða styrk hann býr og vona ég að fleiri þarna úti veiti mér byr undir þá vængi að reyna þar til er fullreynt.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -