Fimmtudagur 25. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Lína Móey biður Íslendinga að opna hjarta sitt fyrir kraftaverki: „Vil trúa til annað kemur í ljós“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lína Móey Bjarnadóttir, eiginkona fjallgöngugarpsins Johns Snorra Sigurjónssonar, biður Íslendinga að opna hjarta sitt fyrir kraftaverki. Hún ætlar ekki að trúa því að eiginmaðurinn sé látinn fyrr en annað kemur í ljós.

Tilfinningum sínum lýsir Lína Móey í færslu á Facebook þar sem hún birtir einnig tvær kraftaverkasögur sem tengjast klifurmönnum og þrautsegju þeirra við skelfilegar aðstæður. „Hér er hægt að lesa um raunveruleg kraftaverk, eins og ég vill trúa þar til annað kemur í ljós. Vill ég hvetja fólk til að opna hjartað sitt fyrir að svona kraftaverki sem getur enn verið að eiga sér stað hjá,“ segir Lína Móey. 

Ekkert hefur heyrst frá Johns Snorra í rúma sex sólarhringa. Staðsetningartæki hans hefur ekki sent frá sér boð síðan fyrir tveimur dögum þegar hann var staddur í ríflega 8.000 metra hæð. Leit stendur enn yfir að John Snorra og félögum hans tveimur, þeim Juan Pablo Mohr og Muhammad Ali Sadpara. Félagarnir fjórir lögðu upp í lokaáfangann á tindinn á fimmtudagskvöld og eru ýmsir sem telja að þeir hafi náð á toppinn það kvöld.

Sjá einnig: „Í huganum sé ég sjálfan mig á tindinum og legg þess vegna óhræddur af stað“

Önnur sagan sem Lína birtir er frásögn Iljaz Shigri fjallgöngumanns sem aftur vísar í orð Sadpara, eins þremenninganna sem saknað er. „Ég man enn orð Muhammad Ali Sadpara í æfingabúðunum að þegar þú týnist á fjöllum, verðir þú að hafa hugrekki til að reisa þér hýsi á fjallinu í nokkra daga til að lifa af. Þeir sem snemma gefast upp ná aldrei markmiðum sínum,“ segir Shigri og bætir við:

- Auglýsing -

„Hvernig á maður að trúa því að þeir sem eru með anda sem er hærri en K 2 hafi gefist upp? Ást þeirra er hærri en fjöllin og þeri munu finna hana með því að rífa út brjóstkassann gegn erfiðleikum og áskorunum.“

Hin sagan sem Lína birtir er frásögn Sjerpans Tacy sem fjallar um kollega sinn sem lenti í svipaðri stöðu og John Snorri, nema á Everest-fjalli. Eftir vikutíma í vonlausum veðurskilyrðum skilaði viðkomandi sér niður lifandi. „Við skulum því vona hið sama og treysta á að þeri komist örugglega niður í grunnbúðir,“ segir Tacy.

Lína Móey bindur enn vonir um að John Snorri finnist á lífi. Því miður eru taldar litlar líkur á því að hann finnist á lífi, en allt að 75 stiga frost hefur mælst á svæðinu síðustu daga. Leitin hefur hingað til engan árangur borið.

- Auglýsing -

Sjá einnig: John Snorri talinn af – Líkur á að hann hafi toppað K 2

Lína segir í annarri Facebook-færslu að hún bindi enn vonir um kraftaverk. „Enn stendur yfir leitar og björgun á ástinni minni. Í hjarta mínu er hann kraftaverk og kemur hann til baka. Ég er ekki búin að gefast upp og veit að það er enn svigrúm fyrir kraftaverk því vikan er ekki liðin, búðirnar hans munu standa til laugardags,“ segir Lína og deilir mynd úr giftingu þeirra tveggja.

Hún segir að þeir sem þekkja John Snorra vita að hann hafi ótrúlegan styrk. „Þeir sem þekkja John Snorri Sigurjónsson vita yfir hvaða styrk hann býr og vona ég að fleiri þarna úti veiti mér byr undir þá vængi að reyna þar til er fullreynt.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -