• Orðrómur

Linda lýsir ofbeldi þjóðþekkts karlmanns: „Hann hélt áfram að láta höggin dynja“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

„Mér finnst ég hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu gerandans og nú aftur af hálfu lögreglunnar,“ segir Linda Gunnarsdóttir í helgarviðtali Fréttablaðsins.

Fyrir ári síðan kærði Linda fyrrum sambýlismann sinn fyrir líkamsárás, en kærunni var vísað frá vegna þess að í málinu stæði orð gegn orði.

Þegar atvikið átti sér stað leitaði Linda á sjúkrahús til aðhlynningar. Þar kom í ljós að hún var viðbeinsbrotin, með sprungna vör, áverka og sár á höfði, handaför og hringlagaför bæði á baki og kvið og marin á úlnliði og rist. Í kjölfarið voru teknar af henni myndir og skýrsla.

Linda segir manninn hafa verið í sjónvarpsþáttum, sem hafi gert það að verkum að töluvert var fjallað um hann í fjölmiðlum og stórar myndir birtust af honum á strætóskýlum

- Auglýsing -

Fyrrum sambýlismaður Lindu neitar sök og sagði í yfirheyrslu lögreglu að Linda hefði stigið aftur fyrir sig og dottið. Hann var ekki spurður frekar út í þá áverka sem Linda var með, sem erfitt er að útskýra með falli.

Linda segir manninn hafa verið í sjónvarpsþáttum, sem hafi gert það að verkum að töluvert var fjallað um hann í fjölmiðlum og stórar myndir birtust af honum á strætóskýlum. Linda segir hann jafn framt hafa fjölmiðlamann á sínum snærum sem sé með stórt platform og sá hafa sagt hann vera góðan strák.

Í kjölfar umfjöllunar um manninn komst Linda í samband við fleiri konur sem hafa lagt fram kæru á hendur honum.

- Auglýsing -

„Hann kýldi mig í andlitið svo það sprakk á mér vörin. Ég reyndi að segja honum að fara út en hann hélt áfram að láta höggin dynja,“ segir Linda og heldur áfram að lýsa atburðarás kvöldsins. „Hann tók beltið af buxunum sínum og sló mig með sylgjunni í bakið. Ég er hágrenjandi þegar hann kemur á eftir mér inn í stofu og hrindir mér þannig að ég dett í gólfið á öxlina og finn strax að það er eitthvað mikið að. Ég ligg þarna hágrenjandi og hann fer inn í rúm að sofa.“

Vinkona Lindu kom og fór með hana á sjúkrahúsið. Linda er því með vitni sem kemur og sækir hana, áverkavottorð, myndir af spítalanum og frásagnir annarra kvenna sem hafa kært manninn fyrir ofbeldi.

Samt sem áður er máli Lindu vísað frá.

- Auglýsing -

Linda hefur kært frávísunina og fer fram á að málið verði tekið upp. „Svona menn þarf að stoppa og réttarkerfið þarf að standa með okkur.“

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -