Forsætisnefnd Alþingis ber að afhenda greinargerð setts ríkisendurskoðanda, Sigurðar Þórissonar, frá árinu 2018, samkvæmt lögfræðiáliti er unnið var að beiðni nefndarinnar; hins vegar hefur forseti Alþingis komið í vegi fyrir birtingu í máli sem einkennist helst af mikilli leyndarhyggju, eins og segir í frétt ruv.is.
Er þetta niðurstaða lögfræðiálits er Flóki Ásgeirsson, lögmaður hjá Magna lögmönnum, vann að beiðni forsætisnefndarinnar; álit Flóka er nú orðið tveggja ára gamalt; leit þó ekki dagsins ljós fyrr en fyrir helgi.
Hefur því greinargerð Sigurðar ekki verið opinberuð þótt að forsætisnefnd hafi í aprílmánuði í fyrra ákveðið að það skyldi gert.
Forseti Alþingis, Birgir Ármannsson, hefur komið í veg fyrir það; hann hefur sagt greinargerðina vinnuskjal, og að um slík skjöl gildi ekki ákvæði upplýsingalaga; en þessari túlkun deilir Birgir með núverandi ríkisendurskoðanda – en þó vill Sigurður sjálfur að greinargerðin verði birt.
Var eignarhaldsfélagið Lindarhvoll stofnað utan um hlut ríkisins í hinum og þessum félögum er komust í hendur þess eftir samkomulag við kröfuhafa föllnu bankanna; var hlutverk Lindarhvols að koma eignunum, upp á hundruð milljarða, í verð.
Þegar því verki var lokið árið 2018 var félaginu slitið; fékk forsætisnefnd sama ár fyrrnefnda greinargerð frá Sigurði.
Jafnvel þótt greinargerðin hafi verið afhent forsætisnefnd, hafa nefndarmenn ekki fengið af henni afrit; þeim hefur einungis verið heimilt að skoða hana í lokuðu herbergi – án skriffæra eða síma.
Undanfarið hafa málefni Lindarhvols ratað í kastljós fjölmiðla síðustu vikur vegna dómsmáls er rekið er fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
Það er félag sem kallast Frigus II, sem hefur stefnt Lindarhvoli sem og íslenska ríkinu vegna sölu Lindarhvols á félaginu Klakka, sem áður hét Exista; halda forsvarsmenn Frigusar því fram að Lindarhvoll hafi ekki tekið hæsta tilboði í Klakka; fara þeir fram á 650 milljóna króna skaðabætur vegna málsins.
Frigus II er í eigu Sigurðar sem og bræðranna Ágústs og Lýðs Guðmundssonar, en bræðurnir eru oftlega kenndir við félag sitt, Bakkavör, en það átti um 45% hlut í Exista fyrir hrunið árið 2008.
Í tengslum við það mál hefur Frigus óskað eftir afriti af greinargerðinni áðurnefndu, sem Flóki Ásgeirsson vann fyrir forsætisnefnd.
Það var svo í síðustu viku að úrskurðarnefnd um upplýsingamál komst að þeirri niðurstöðu að álitið skyldi birt opinberlega.
Lindarhvoll ber að afhenda álitsgerð og minnisblöð; hvenær – og jafnvel hvort – greinargerðin verður opinberuð mun tíminn einn segja til um.