Föstudagur 19. apríl, 2024
0.1 C
Reykjavik

Lítil stúlka skotin með rafbyssu í Gufunesbæ – Eltu litlu stúlkurnar á vespum og ógnuðu þeim

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Átta ára stúlka var skotin í lærið með rafbyssu þar sem hún var að leik ásamt vinkonum sínum í Gufunesbæ. Unglingstrákar sem sagðir eru í 9. bekk voru staddir á svæðinu og voru meðal annars að hræða átta ára gömul börn og yngri. Skutu þeir í lærið á stúlkunni með rafbyssunni eins og áður sagði og veittu svo henni og vinkonunum eftirför á vespum eftir atvikið í þeim tilgangi að skelfa þær enn frekar. Stúlkurnar flýttu sér á hlaupahjólunum sínum heim til einnar þeirra til þess að losna undan hrottunum. Að vonum voru stúlkurnar dauðskelkaðar eftir þessa hræðilegu lífsreynslu.
Móðir stúlkunar sagði frá
Frá þessu segir móðir stúlkunnar sem skotið var með rafbyssu í lærið á inn á Facebook hópnum Íbúar í Grafarvogi: . Í kvöld var 8 ára dóttir mín ásamt vinkonum að leika sér í Gufunesbæ. Sem ætti að vera ágætlega öruggt útivistarsvæði fyrir börn að leika sér á ekki satt? Nema það að þarna voru unglingsstrákar í 9. bekk með straumbyssu að hræða 8 ára börn og yngri. Dóttir mín var svo skotin í lærið með byssunni. Strákarnir voru á vespum og héldu áfram að hræða þær með því að elta þær. Þær drifu sig á hlaupahjólum heim til vinkonu dóttur minnar og voru dauðhræddar þegar heim var komið. Foreldrar stráka í 9. bekk. Endilega ræðið við drengina ykkar“.
Foreldrar steinsofandi
Það verður að teljast stór furðulegt að börn skulu geta, ekki bara útvegað sér rafbyssu sem getur verið lífshættuleg ef skotið er sem dæmi í hjartastað, heldur það einnig að foreldrar þessara barna séu grunlaus um að börn þeirra gangi um með vopn sem lögreglan á Íslandi hefur ekki einu sinni heimild til þess að beita. Rafbyssunni eru þessir drengir svo að miða á börn og skaða þau með henni. Ljóst er að sumir foreldrar þurfa að vakna og það strax þetta er ekki eitthvað sem börn eiga að hafa aðgang eða nokkur annar enda ólöglegt að eiga slíkt vopn á Íslandi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -