Föstudagur 19. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Litlu mátti muna hjá Karli í Langholtshverfi: „Ég NAUÐHEMLAÐI og hann rétt slapp“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Umræður um glæfralegan vespuakstur barna virðast reglulega skjóta upp kollinum. Seinasta sumar vakti Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, athygli á málinu.

Biggi sagði það vera á ábyrgð foreldra að fylgjast með hvað börnin séu að gera á vespunum og hvort verið sé að breyta þeim til að komast hraðar.

Biggi sagði það ógjörning fyrir lögregluna að fylgjast með hvort allt væri eftir bókinni þegar kæmi að vespunotkun barna, því ekki sjáist á vespunum hvort átt hafa við þær eður ei. Hann brýndi það sömuleiðis fyrir foreldrum að gera börnum sínum ljóst hve mikilvægt eftirlitshlutverk lögreglunnar sé. Biggi skrifaði: „Við höfum sennilega öll lent í því að ætla að ræða við krakka á vespu en þeir láta sig hverfa upp næsta göngustíg þegar við gefum þeim merki um að stoppa. Það er eitthvað mjög rangt við það að börnum finnist í lagi að stinga lögregluna af.“

Nú á dögunum sagði svo Karl nokkur, íbúi Langholtshverfis, frá atviki sem hann lenti í þar sem ungir drengir á vespum sýndu mikinn glæfraskap. Karl skrifaði í Facebook hóp hverfisins:

„Rétt fyrir um 15 mínútum síðan á Langholtsvegi sá ég eitt það glannalegasta/hættulegast atvik sem ég hef orðið vitni að í umferðinni á ævinni og það er sko ekki þessum dreng á vespunni að þakka að ekki varð alvarlegt slys!“

Lýsir hann atvikinu með eftirfarandi hætti: „Ég var að keyra eftir Langholtsvegi og við ljósin hjá Álfheimum beygja tveir drengir á vespum inn á Langholtsveg og koma fyrir aftan mig.“

- Auglýsing -

Segir hann drengina hafa farið yfir á rauðu, þegar hann hafi keyrt yfir gatnamótin á grænuljósi.

„Þeir keyra svo alveg í rassinum á mér eftir Langholtvegi þá er ég að tala um að þeir hafa ekki verið meira en einn meter í mesta lagi frá stuðaranum hjá mér. Ég ók á löglegum hámarkshraða sem hefur ekki verið nógu hratt fyrir annan þeirra og ég sá að hann ætlaði fram úr mér, hann sveigir yfir á öfugan vegarhelming og keyrir á móti umferð smá stund en kemur svo við hliðina á mér í blinda svæðið hjá mér og heldur sig þar.“

Sjá einnig: Andrés við dauðans dyr í Breiðholti: ,,Hversu margir eiga eftir að slasast alvarlega?“

- Auglýsing -

Segist maðurinn hafa vitað af drengnum við hlið sér, en þó ekki séð hann í speglinum. Ætlaði hann að beygja til vinstri og segist hafa tímanlega gefið stefnuljós og hægt vel á sér til að gera drengjunum viðvart.

„Og enn þá keyrir drengurinn við hliðina á mér bara á sama hraða og ég (s.s. hægði líka á sér) svo ég gerði ráð fyrir að hann væri búinn að átta sig á því að ég væri að fara beygja, ég byrja að beygja mjög rólega en þá allt í einu gefur hann allt í botn og tekur fram úr mér vinstra megin þegar ég er að taka vinstri beygju!
Ég NAUÐHEMLAÐI og hann rétt slapp við stuðarann hjá mér. Hinn drengurinn hins vegar var búinn að bakka aðeins frá og keyrði sem betur fer ekki aftan á mig.
Ég flautaði á kauða og uppskar einn fallegan miðfingur í þakkarskyni.“

Biður hann foreldra vespueiganda vinsamlegast um að kenna unglingunum sínum umferðarreglurnar.

Karl virðist ekki vera sá eini sem hafi orðið vitni að ofsaakstri unglinga á vespum í hverfinu, Heiða skrifar: „Foreldrar mega í leiðinni nefna við þá að það er 30 km hámarkshraði í litlu götunum (eins og Hjallavegi og Ásvegi þar sem þeir koma yfirleitt brunandi allt of hratt niður)

Stór hættulegir þessir strákar, bæði sér og öðrum, og skaðræðis hávaði í þeim öll kvöld langt fram á nótt inn í miðju hverfinu.“

„Ég fékk einn í hliðina á bílnum mínum, var að keyra Efstasundið, bílinn var gamall, þannig að mér var sama um beygluna, heppinn að drepa sig ekki,“ skrifar ein.

Harpa nokkur skrifar: „Það munaði litlu að annar keyrði mig og dóttur mína niður í fyrradag. Hann var þá á miklum hraða á gangstéttunum á Langholtsvegi. Sem betur fer var dóttir mín ekki ein á ferð því hún hefði auðveldlega getað verið fyrir ef ég hefði ekki rifið hana til mín þegar ég sá hann.“

„Núna eru allar vespur orðnar skráningarskyldar. Annars er margbúið að kvarta yfir þessum vespuglönnum en ekkert breytist,“ skrifar einn.

Ein skrifar: „Svo eru þeir alltaf 3 saman á einni vespu. Algjörlega óþolandi og hættulegt!!“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -