Þriðjudagur 23. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Ljóðskáld og leiðsögumaður vilja bjarga Assange: „Hann er fastur í heljargreipum myrkra afla“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ljóðskáldið góða Ísak Harðarson er mjög ósáttur við meðferðina á „Íslandsvininum“ Julian Assange stofnanda Wikileaks, sem er í haldi af yfirvöldum í Englandi. Assange hefur verið meira og minna innilokaður síðan árið 2012 þegar hann fékk skjól í sendiráði Ekvador, þar sem hann dvaldi í heil sjö ár. Eftir að stjórnvöld Ekvador snéru við honum baki var hann tekinn höndum af lögreglunni í Englandi og er í ensku fangelsi. Ekki er vitað nákvæmlega hvenær eða hvort Assange verði látinn laus úr haldi.

Þrýst hefur verið á stjórnvöld í Englandi að sleppa Assange af heilsufarsástæðum; geðheilsu hans hefur hrakað mjög eftir áralanga inniveru og nánast einagrun, og þá er hann einnig mjög hrjáður líkamlega. Bandaríkjamenn hafa pressað stíft á stjórnvöld í Englandi að framselja hann til Bandaríkjanna, en hingað til hafa Englendingar hafnað því.

Ljóðskáldið Ísak segir í færslu á Facebook að „glæpur þessa manns er sá einn að hann upplýsti okkur, mannkynið, um ýmsa viðbjóðslega gjörninga voldugustu spillingarafla heimsins. Nú er hann á valdi þessara afla og mun sjálfsagt aldrei bera sitt barr eftir pyntingar þeirra, enda næmur og viðkvæmur maður.“ Ísaki finnst þetta mál  vera „Bandaríkjunum og Bretlandi svo og stjórnendum þeirra, Joe Biden og Boris Johnson, til hreinnar og ævarandi skammar. Julian Assange ætti að sleppa án tafar og koma honum undir læknishendur. Hann er fastur í heljargreipum myrkra afla. Er virkilega ekki til nein alþjóðleg fjöldahreyfing sem berst fyrir hagsmunum – lífi, frelsi og heilsu – þessa manns?“

- Auglýsing -

Leiðsögumaðurinn góðkunni Friðrik Brekkan er „200% sammála. Einstaklega greindur maður ef miðað er við þann haug af stjórnmálamönnum sem veröldin hefur orðið að horfa upp á undanfarin misseri. Hræðslan við að láta hann lausan er mikil hjá þessum sömu undirmálsmönnum því þeir vita að um leið og Julian fer að tjá sig á fréttamannafundum munu þeir blikna og verða að engu í samanburðinum. En sýnum miskunn og sleppið blessuðum manninum svo að hann fái að minnsta kosti að sameinast fjölskyldu sinni.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -