• Orðrómur

Ljósmyndari krefur Jennifer Lopez um 22 milljónir fyrir myndbirtingu

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Söng- og leikkonan Jennifer Lopez gæti þurft að punga út 22 milljónum fyrir að birta mynd af sjálfri sér á Instagram.

Ljósmyndarinn Steve Sands hefur lögsótt Lopez vegna ljósmyndar sem hún birti á Instagram árið 2017. Hann fer fram á 150.000 dollara, sem gerir um 22 milljónir króna, fyrir höfundarréttarbrot. E! News greinir frá þessu.

Lopez deildi umræddri mynd sem Sands tók af henni með fylgjendum sínum á Instagram en 119 milljónir manna fylgja henni þar. Myndin var tekin af henni á tökustað við gerð þáttanna Shades of Blue og 656 þúsund manns settu „like“ við myndina á sínum tíma. Lopez hefur nú eytt myndinni sem um ræðir.

Lögmaður Sands segir þetta vera enn eitt dæmið um frægt fólk sem notar ljósmyndir í leyfisleysi til að kynna sjálfa sig á samfélagsmiðlum.

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -